Fyrsti desember Ragnar Þór Pétursson skrifar 1. desember 2018 09:45 Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skoðun Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Síðasti fjórðungur nítjándu aldar var eitthvert hið mesta gróskutímabil í sögu Íslands. Andi sjálfræðis hafði borist til Íslands og sjálfstæðisbaráttan hafði náð fullum þunga. Íslendingar gerðu sér glögga grein fyrir því að þeir væru á ýmsan hátt illa búnir undir sjálfstæðið. Mörg verkefni, sem áður höfðu verið á könnu Dana eða hafði hreinlega ekki verið sinnt, þurfti hin verðandi þjóð nú að taka upp á sína arma. Eitt af því sem gera þurfti var að auka mjög við inntak menntunar. Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu. Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land. Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð: Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu, þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu- legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn- unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku- hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu. Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína. Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni. Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur. Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld. Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun