Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. desember 2018 20:22 Jón Ólafsson prófessor telur að virkja þurfi siðanefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða. Fréttablaðið/Anton Brink Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“ Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39