Ekki stætt á því að vera áfram Alþingismenn vegna Klausturshneykslisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 15:36 „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Vísir/Ernir Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur þeim þingmönnum sem tóku þátt í slæmu umtali á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn ekki lengur stætt á því að starfa áfram á Alþingi. Þetta sagði hún í Silfrinu á RÚV í morgun. „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram á Alþingi.“ Hanna Katrín segist gera sér grein fyrir því að enginn annar en þingmennirnir sjálfir geti tekið ákvörðun um að víkja en þetta sé hennar persónulega skoðun. Hanna Katrín segir það skjóta skökku við að hlusta á kvenfyrirlitningartal á Klaustursupptökunum á sama tíma og þjóðin hefur verið glöð og stolt yfir því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.„Þetta er bara rothögg“ „Við höfum verið að leiða „He for She“. Þetta hefur verið flaggskipið í íslensku utanríkisþjónustunni undanfarin ár og við hlotið lof fyrir. Þarna ætluðu karlmenn að standa upp og yfirgefa ef þeir heyrðu aðra karlmenn tala svona. Þetta er bara rothögg. Það er bara ekkert hægt að lýsa því öðruvísi,“ segir Hanna Katrín. Orðræðan hafi verið kynferðisleg með ofbeldisívafi Hann Katrín segir að orðræðan á Klaustursupptökunum hefði verið „kynferðisleg og með einhverju ofbeldisívafi“. Orðræðan væri alvarlegt og þyrfti að stoppa. „Í þessu tilfelli og við þær aðstæður sem voru uppi og þau orð sem voru látin falla; þessi særandi, meiðandi, ljóta orðræða um samþingmenn, um konur almennt, um minnihlutahópa af hálfu fólks sem eru kjörnir fulltrúar, sama fólks og á að vera að gæta hagsmuna þess, sem á að leiða þjóðina, sem eru að kalla eftir virðingu og kvarta undan virðingarleysi,“ segir Hanna Katrín sem lýsir upplifun sinni af atburðunum. Kristallast þörfin fyrir #Metoo Hún hafi verið algjörlega uppgefin eftir að hafa marglesið allar fréttirnar um málið. Hanna Katrín sagði þá talsmáta þingmannanna sex sem sátu að sumbli á Klausturbarnum kristalla þörfina fyrir #Metoo byltinguna. Hanna Katrín segist hafa unnið vel með öllum þeim þingmönnum sem eiga í hlut í Klaustursupptökunum og því sé það enn erfiðara fyrir hana að segja sína meiningu sem er sú að þingmönnunum sé ekki stætt á því að halda áfram á Alþingi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Forseta Íslands ofbauð ummæli sexmenninganna „Auðvitað ofbauð mér, eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði.“ 2. desember 2018 13:08
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38