Bakkusbræður Lára G. Sigurðardóttir skrifar 3. desember 2018 07:30 Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Myndir þú skilja barnið þitt eftir hjá dagmömmu sem angar af áfengi? Stíga upp í flugvél í umsjá flugmanns sem er orðinn léttur? ...eða leggjast undir hnífinn hjá ölvuðum skurðlækni? Hvað með að treysta blekuðum þingmanni til að stjórna landinu? Bakkus hefur lengi loðað við Alþingi en í gegnum tíðina hefur merkilega lítið verið agnúast út í það. Bakkus er jú vinsæll því hann fyllir okkur af sæluvímu enda var hann lengi vel best þekktur sem vínguð Rómverja. Bakkus karlinn er nefnilega klókur. Þegar hann sendir okkur inn í sæluheim vellíðunar er hann rétt að undirbúa vinnu sína. Það eru ekki margir jafnskæðir og hann, að eiga þátt í að valda yfir 200 kvillum sem hrjá okkur mennina. Og hann hlífir ekki heilanum. Rannsóknir sýna að heili alkóhólista skreppur saman sem hefur meðal annars í för með sér að þeir eiga erfitt með að tileinka sér nýja þekkingu og þjást af minnistruflunum. Framheilinn er aðalskotmarkið – blóðflæði þar mælist allt að 65% minna – en það er sá hluti heilans sem bremsar okkur af í að gera einhverja vitleysu sem við myndum sjá eftir, leysir flókin vandamál, skipuleggur framtíðina og tekur vitrænar ákvarðanir. Sem betur fer geta þessar breytingar gengið til baka hjá stórum hluta þeirra sem segja skilið við Bakkus. Það er fyrir neðan virðingu Alþingis, og í raun hvaða vinnustaðar sem er, að starfsmenn þess lítilsvirði samstarfsmenn sína með niðrandi baktali og kynferðislegum athugasemdum. Það er ekki hægt að skella skuldinni á boðsgestinn Bakkus. Áfengisneysla á alls ekki að líðast á vinnutíma. Hvorki hjá mér eða þér – né þingmönnum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar