„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 15:47 Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, las upp yfirlýsingu og bréf um leyfi þingmanna við upphaf þingfundar í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Forseti Alþingis bað þjóðina alla afsökunar vegna þess sem hann kallaði „óráðshjall“ nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem mikið hefur verið fjallað um við upphaf þingfundar í dag. Sagði hann mál þeirra verði skoðað sem mögulegt siðabrotamál. Niðrandi ummæli um konur, fatlaða og hinsegin fólk var á meðal þess sem haft var eftir sex þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins á öldurhúsinu Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember. Upptökur náðust af samtali þingmannanna og hafa fjölmiðlar birt fréttir upp úr þeim frá því í síðustu viku. Þegar þingfundur hófst á Alþingi í morgun las Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, upp yfirlýsingu sem hann sagði hafa verið samda í samráði við formenn allra þingflokka. Mál þingmannanna hafi verið sett í farveg af hálfu forsætisnefndar þingsins. Hafin verði skoðun á því sem mögulegt siðabrotamál. Þá verði leitað álits ráðgefandi siðanefndar. Þá las þingforseti upp bréf frá Gunnari Braga Sveinssyni og Bergþóri Ólasyni, þingmönnum Miðflokksins, þar sem þeir tilkynntu um að þeir tækju sér ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Þeir virðast hafa sig mest frammi í óviðeigandi ummælum um aðra þingmenn og fleira fólk. Einnig las þingforseti upp bréf Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar um að þeir hyggist starfa sem óháðir þingmenn. Þeir voru reknir úr þingflokki Flokks fólksins vegna viðveru sinnar á samkomunni á Klaustri.Vonar að þingið verði ótruflað af „ólánsatburði“ Í yfirlýsingu sinni sagði Steingrímur að orð þingmannanna hafi vakið útbreidda og eðlilega hneykslun. Orðbragð þeirra og hvernig þeir töluðu um konur, fatlað og hinsegin fólk sé óverjandi, óafsakanlegt og úr takti við nútímaleg viðhorf. „Það er löngu tímabært og lýðræðisskipulaginu lífsnauðsynlegt í nútímanum að útrýma öllu ómenningartali af þessu tagi úr stjórnmálum og þar verðum við öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði þingforseti. Þó að Alþingi bæri ekki ábyrgð á „óráðshjali“ þingmannanna heldur þeir sjálfir sagðist Steingrímur líta svo á að trúverðugleiki þingsins lægi við því að tekið yrði á málinu í samræmi við alvarleika þess. Hét Steingrímur því að það yrði gert. „Forseti vill einnig og þegar á þessari stundu biðja aðra þingmenn en þá sem hlut áttu að máli og sérstaklega þá og aðra einstaklinga sem nafngreindir voru sem og aðstandendur þeirra, ég vil biðja starfsfólk okkar, konur fatlaða, hinsegin fólk og þjóðina alla afsökunar,“ sagði Steingrímur. Óskaði þingforseti þess að þingið gæti að öðru leyti sinnt störfum sínum og rækt skyldur sínar sem mest ótruflað af „þessum ólánsatburði“. „Lífið heldur áfram og það gera störf Alþingis Íslendinga einnig. Forseti fer fram á að við hlífum okkur sjálfum og þjóðinni við umræðum um þetta að öðru leyti hér í þingsal að svo stöddu,“ sagði hann.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira