Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 21:28 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um. Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um.
Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53