Macron er í töluverðu klandri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2018 06:00 Mótmælandi stillir sér upp við brennandi bíl í París um helgina. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, reynir nú ákaft að finna leið til þess að vinda ofan af ofbeldisfullum fjöldamótmælum sem spruttu upp þann sautjánda nóvember síðastliðinn vegna óánægju með hækkun dísilskatts. Helgin sem leið var sú ófriðlegasta frá upphafi mótmæla. Samkvæmt AP særðust 130 á meðan mótmælin stóðu yfir, 412 voru handtekin og kveikt var í tugum bifreiða á götum Parísar. Mótmælendur, sem klæðast gulum endurskinsvestum, hafa þó áhyggjur af fleiru nú en í upphafi. Til viðbótar við dísilskattinn eru þeir á móti efnahagsbreytingum sem forsetinn vill ráðast í og er það leiðarstef mótmælanna að breytingarnar hygli hinum ríku. Macron vill ráðast í umræddar breytingar meðal annars vegna lítils hagvaxtar og þess að atvinnuleysi virðist fast í tæpum tíu prósentum. Þar af leiðandi vill hann til að mynda lækka eignarskatta og skatta á fyrirtæki og lofar kaupmáttaraukningu. Macron skipaði Edouart Philippe forsætisráðherra að funda með stjórnarandstöðuleiðtogum um málið og það gerði ráðherrann í gær. Laurent Wauquiez, leiðtogi Repúblikana, sagði að ríkisstjórnin virtist einfaldlega ekki skilja reiði þjóðarinnar. „Það er þörf á aðgerðum sem miða að sátt og það er hægt að gera með því að ráðast í þá einföldu aðgerð sem Frakkar bíða eftir, að hætta við hækkun dísilskattsins.“ Olivier Faure, leiðtogi Sósíalista, tók í sama streng. „Við viljum breytta aðferðafræði. Og sú breyting þarf að koma ofan af Ólympustindi,“ sagði Faure og vitnaði þar til viðurnefnisins Júpíter, sem var helsti guð Rómverja, sem haft er um Macron vegna meintrar tilhneigingar hans til að vilja stjórna sem mestu einn síns liðs. En það vill Macron ekki gera, líkt og hann endurtók á laugardaginn. Aðgerðin er liður í baráttu Frakka gegn loftslagsbreytingum en Macron hefur reynt að koma fram sem leiðtogi á því sviði, meðal annars með andstöðu gegn Bandaríkjaforseta. Philippe hefur einnig verið gert að ræða við leiðtoga mótmælenda sjálfra. Sá fundur á að fara fram síðdegis í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30 Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Umfangsmestu óeirðir í áratug Emmanuel Macron, forseti Frakklands, íhugar nú að auka öryggisráðstafanir í París í kjölfar umfangsmikilla mótmæla vegna aukinna skatta og hækkandi kostnaðar. 2. desember 2018 22:30
Beittu táragasi og öflugum vatnsbyssum í mótmælum vegna eldsneytisverðs Kröfðust afsagnar forseta Frakklands. 24. nóvember 2018 21:40