Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 15:18 Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. AP/Michel Euler Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helginaog hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. Ráðherrar Emmanuel Macron hafa reynt að draga úr spennu með því að breyta orðræðu sinni og lofa því að hlusta á mótmælendur. Þá hafði sérstökum sköttum á eldsneyti verið frestað. Nú hefur verið alfarið hætt við skattana.Samkvæmt Reuters segir franskur embættismaður að ríkisstjórnin hafi heimildir fyrir því að einhverjir ætli sér að ferðast til Parísar um helgina með því markmið að taka þátt í mótmælunum, valda skemmum og jafnvel myrða.Umfangsmikil mótmæli og óeirðir áttu sér stað í borgum Frakklands um síðustu helgi. Í París er talið að lætin hafi ekki verið meiri frá 1968. Kveikt var í bílum, verslanir og kaffihús voru rænd og byggingar skemmdar. Fjöldi fólks slasaðist og voru hundruð handtekin. Ríkisstjórn Macron hefur gert greinarmun á friðsömum mótmælendum annars vegar og skemmdarvörgum og þjófum hins vegar, sem ríkisstjórnin segir að hafi notað sér friðsama mótmælendur. Með því markmiði að koma í veg fyrir frekari mótmæli sagði Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, í dag að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hætta alfarið við aukna skatta á eldsneyti. Áður hafði þeim eingöngu verið frestað í hálft ár. Þá sagði Bruno Le Maire, fjármálaráðherra, að hann væri tilbúinn til að leggja fram tillögur að skattalækkunum og hann vildi að bónusar verkamanna yrðu ekki skattskyldir. Samhliða því yrði þó að draga úr kostnaði ríkisins. Þá sagði Le Maire einnig að ef Evrópusambandið kæmist ekki að niðurstöðu varðandi skattlagningu tæknifyrirtækja eins og Google og Facebook, myndi ríkisstjórnin skattleggja þessi fyrirtæki einhliða. Varðandi undirbúning í parís hefur verið ákveðið að fresta nokkrum fótboltaleikjum og verðu Louvre safninu og öðrum mögulega lokað. Þá stendur til að hafa minnst 65 þúsund lögregluþjóna í viðbragðsstöðu víðsvegar um Frakkland.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Neyðarfundur í París vegna mótmælanna Yfir fjögur hundruð manns hafa verið handteknir og 130 slasast í mótmælunum sem beinast gegn stjórn forsetans. 2. desember 2018 14:00
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55