Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2018 08:17 Röðin í Eiffel-turninn verður eflaust stutt á morgun. Vísir/Getty Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00