Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Sighvatur Jónsson skrifar 7. desember 2018 12:00 Búast má við að bótauppphæðir Hugins og Ísfélagsins hækki ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018. Fréttablaðið/GVA Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á afllaheimildum á makríl frá 2011 til 2014. Hann segir að tjón félagsins megi tvöfalda ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018. Dómur Hæstaréttar snýr sýknudómi héraðsdóms frá því í maí. Niðurstaða hæstaréttardómsins í gær er að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna fjártjóns útgerðarfélaganna Hugins og Ísfélags Vestmannaeyja vegna úthlutunar makrílkvóta fyrir fiskveiðiárin 2011 til 2014. Félögin fengu úthlutað minni aflaheimildum en lög gera ráð fyrir vegna reglugerða þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar.Ráðherra braut lög „Þeir brutu lög, ráðherra braut lög, það er ekkert flóknara en það. Við áttum að fá þessu úthlutað samkvæmt lögum en ekki samkvæmt einhverjum geðþótta,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugsins. Ef ríkið leitar ekki sátta þurfa útgerðirnar að höfða sérstakt skaðabótamál til að fá tjónið bætt. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja segir dóminn snúast um fortíð og framtíð. Vísar hann til þess að leiðrétting á aflaheimildum í makríl fyrir tímabilið frá 2011 til 2014 hafi áhrif á núverandi aflaheimildir. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte mat hagnaðarmissi félaganna samtals á rúmar 2,6 milljarða króna, tjón Ísfélagsins var metið 2,3 milljarðar og Hugins 360 milljónir. Búast má við að þær uppphæðir hækki þegar gert er upp til ársins 2018. Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á afllaheimildum á makríl frá 2011 til 2014. Hann segir að tjón félagsins megi tvöfalda ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018. Dómur Hæstaréttar snýr sýknudómi héraðsdóms frá því í maí. Niðurstaða hæstaréttardómsins í gær er að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna fjártjóns útgerðarfélaganna Hugins og Ísfélags Vestmannaeyja vegna úthlutunar makrílkvóta fyrir fiskveiðiárin 2011 til 2014. Félögin fengu úthlutað minni aflaheimildum en lög gera ráð fyrir vegna reglugerða þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar.Ráðherra braut lög „Þeir brutu lög, ráðherra braut lög, það er ekkert flóknara en það. Við áttum að fá þessu úthlutað samkvæmt lögum en ekki samkvæmt einhverjum geðþótta,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugsins. Ef ríkið leitar ekki sátta þurfa útgerðirnar að höfða sérstakt skaðabótamál til að fá tjónið bætt. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja segir dóminn snúast um fortíð og framtíð. Vísar hann til þess að leiðrétting á aflaheimildum í makríl fyrir tímabilið frá 2011 til 2014 hafi áhrif á núverandi aflaheimildir. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte mat hagnaðarmissi félaganna samtals á rúmar 2,6 milljarða króna, tjón Ísfélagsins var metið 2,3 milljarðar og Hugins 360 milljónir. Búast má við að þær uppphæðir hækki þegar gert er upp til ársins 2018.
Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira