Bíða viðbragða ríkisins vegna makríldóms Sighvatur Jónsson skrifar 7. desember 2018 12:00 Búast má við að bótauppphæðir Hugins og Ísfélagsins hækki ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018. Fréttablaðið/GVA Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á afllaheimildum á makríl frá 2011 til 2014. Hann segir að tjón félagsins megi tvöfalda ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018. Dómur Hæstaréttar snýr sýknudómi héraðsdóms frá því í maí. Niðurstaða hæstaréttardómsins í gær er að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna fjártjóns útgerðarfélaganna Hugins og Ísfélags Vestmannaeyja vegna úthlutunar makrílkvóta fyrir fiskveiðiárin 2011 til 2014. Félögin fengu úthlutað minni aflaheimildum en lög gera ráð fyrir vegna reglugerða þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar.Ráðherra braut lög „Þeir brutu lög, ráðherra braut lög, það er ekkert flóknara en það. Við áttum að fá þessu úthlutað samkvæmt lögum en ekki samkvæmt einhverjum geðþótta,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugsins. Ef ríkið leitar ekki sátta þurfa útgerðirnar að höfða sérstakt skaðabótamál til að fá tjónið bætt. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja segir dóminn snúast um fortíð og framtíð. Vísar hann til þess að leiðrétting á aflaheimildum í makríl fyrir tímabilið frá 2011 til 2014 hafi áhrif á núverandi aflaheimildir. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte mat hagnaðarmissi félaganna samtals á rúmar 2,6 milljarða króna, tjón Ísfélagsins var metið 2,3 milljarðar og Hugins 360 milljónir. Búast má við að þær uppphæðir hækki þegar gert er upp til ársins 2018. Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Hugins segist bíða viðbragða frá íslenska ríkinu vegna hæstaréttardóms um bótaskyldu ríkisins vegna úthlutunar á afllaheimildum á makríl frá 2011 til 2014. Hann segir að tjón félagsins megi tvöfalda ef einnig er tekið tillit til fiskveiðiáranna frá 2014 til 2018. Dómur Hæstaréttar snýr sýknudómi héraðsdóms frá því í maí. Niðurstaða hæstaréttardómsins í gær er að íslenska ríkið sé bótaskylt vegna fjártjóns útgerðarfélaganna Hugins og Ísfélags Vestmannaeyja vegna úthlutunar makrílkvóta fyrir fiskveiðiárin 2011 til 2014. Félögin fengu úthlutað minni aflaheimildum en lög gera ráð fyrir vegna reglugerða þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóns Bjarnasonar.Ráðherra braut lög „Þeir brutu lög, ráðherra braut lög, það er ekkert flóknara en það. Við áttum að fá þessu úthlutað samkvæmt lögum en ekki samkvæmt einhverjum geðþótta,“ segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Hugsins. Ef ríkið leitar ekki sátta þurfa útgerðirnar að höfða sérstakt skaðabótamál til að fá tjónið bætt. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja segir dóminn snúast um fortíð og framtíð. Vísar hann til þess að leiðrétting á aflaheimildum í makríl fyrir tímabilið frá 2011 til 2014 hafi áhrif á núverandi aflaheimildir. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte mat hagnaðarmissi félaganna samtals á rúmar 2,6 milljarða króna, tjón Ísfélagsins var metið 2,3 milljarðar og Hugins 360 milljónir. Búast má við að þær uppphæðir hækki þegar gert er upp til ársins 2018.
Dómsmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira