Einblíni bara á hvað ég ætla að gera inn í hringnum í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Síðasti sigur Gunnars í UFC kom gegn hinum bandaríska Alan Jouban í mars árið 2017. NordicPhotos/getty Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn