Uppteknir menn á barnum Þórlindur Kjartansson skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Þegar maður hringir í þjónustuver stórra fyrirtækja er það gjarnan frekar af leiðinlegum en gleðilegum ástæðum. Yfirleitt hefur eitthvað ekki virkað sem skyldi eða of hár reikningur verið sendur. Innhringjandinn er pirraður. Í ofanálag er ekki óalgengt að bilanir valdi mjög mörgu fólki óþægindum á sama tíma þannig að blessað starfsfólk þjónustuveranna þarf ekki bara að eiga við fólk sem er ósátt við þjónustuna heldur er það líka brjálað yfir að þurfa að bíða lengi á línunni. Við slíkar aðstæður hefur það eflaust oft bjargað mér frá því að gera mig að fífli með heimtufrekju og dónaskap, að alúðleg rödd minnir mig á að samtalið sé hljóðritað. Þegar maður veit að samtal er hljóðritað þá hegðar maður sér eftir því. Það sama á vitaskuld við þegar fólk kemur opinberlega fram. Flestir hafa vit á því að tempra hegðun sína og slípa þannig að hún valdi ekki öðrum ónauðsynlegum óþægindum eða leiðindum. Jafnvel þótt við teljum það flest vera ákveðið hrósyrði að fólk komi til dyranna eins og það er klætt; þá er ekki endilega víst að maður meini það í bókstaflegri merkingu. Við ætlumst að minnsta kosti frekar til þess að fólk slái um sig sloppi áður en það kemur til dyra ef það var af einhverjum ástæðum berrassað þegar dyrabjallan hringdi.Tvær útgáfur Við gerum öll ráð fyrir því að einhver munur sé á þeirri mynd sem fólk gefur af sér út á við, og því hvernig það er þegar enginn sér til. Við erum í raun að minnsta kosti tvær persónur; einkapersóna og opinber persóna. Í þessu felst vitaskuld ýmiss konar ósamræmi. Einkapersónan segir og hugsar alls konar hluti sem opinbera persónan myndi ritskoða. Einkapersónan getur reiðst og hugsað illa til jafnvel sinna allra nánustu án þess að þær tilfinningar eigi eitthvert erindi til að vera bornar á torg, þær bara jafna sig og eðlilegt ástand kemst á sálarlífið. Ég geri til dæmis fastlega ráð fyrir að jafnvel mínir allra bestu vinir hafi átt það til í gegnum tíðina að bölva mér í sand og ösku út af einhverju sem ég hef gert eða sagt; ég hef svo sannarlega talið mig hafa haft ástæðu til þess að bölva þeim í sand og ösku öðru hverju. En það breytir auðvitað engu um vináttuna og kærleikann þótt stundum slettist upp á vinskap og vínskáp. Ef munurinn verður of mikill á því sem maður segist vera opinberlega, og því sem maður er þegar enginn sér til, þá kallast það hræsni—og ef einkahegðun fólks er þveröfug við það sem það heldur fram opinberlega, þá er það til marks um einhvers konar veruleikafirringu eða siðblindu. Dæmi um þetta eru til dæmis siðapostular sem átelja aðra fyrir syndir sem þeir sjálfir drýgja á laun.Djammviskubit ársins En líklega er enginn svo tandurhreinn í sálinni að ekki sé einhver munur á því hvernig hann hugsar og hegðar sér í einrúmi eða meðal traustra vina—og því hvernig mynd hann dregur upp af sjálfum sér gagnvart öðrum. Við eigum flest til að vera meiri fávitar en við viljum kannast við og reynum eflaust að skýla öðru fólki við hvimleiðustu hliðunum á sjálfum okkur. En stundum gerist það að kastljósinu er varpað á fólk á allra óheppilegasta tíma. Og boj-ó-boj ætli þeir hafi örlítið djammviskubit þingmennirnir sem teknir voru upp á fylleríi að úttala sig um samstarfsfólk sitt? Það er reyndar ævintýralegt hversu ógeðfelldur talsmáti sumra þeirra var. Sjaldan hefur verið talað jafnilla um jafnmarga á jafnstuttum tíma. Þó veit ég reyndar ekki betur en þessir menn séu hinir ágætustu, svona að minnsta kosti hver í sínu lagi og edrú. Hið ógeðfellda fylleríisraus þeirra er þeim auðvitað til skammar, enda virðast þeir skammast sín. En það er ágætt að hafa í huga að upptakan segir ekki nálægt því alla söguna um neinn þeirra.Illmælgi Eflaust er til fólk sem heldur að pólitík dragi fram það besta í fólki. Það er þó ekki mín reynsla. Hafandi starfað umtalsvert í kringum stjórnmál þekki ég ágætlega hversu landlægt það er í pólitík að fólk tali ofboðslega illa um hvert annað. Bæði man ég eftir að sárt var að verða fyrir slíku og ekki síður hversu aumt það er að gerast sekur um það. Þótt ég muni ekki eftir jafnsvæsnu tali og nú er útvarpað útum allt; þá held ég það sé hæpið að fullyrða að það sé algjört einsdæmi. Hafandi heyrt þessa hörmung get ég ekki annað en verið ánægður með að hafa aldrei látið mér detta í hug að kjósa þessa tilteknu þingmenn, og ef ég væri náinn þeim myndi ég líklega ráðleggja þeim að koma sér umsvifalaust úr umhverfi sem dregur fram þessar hliðar á þeim—jafnvel þótt það sé bara á fylleríum.Þetta fyllerí er hljóðritað Það er ekki nema í algjörum undantekningartilfellum sem nauðsyn brýtur lög, og enn sjaldnar helgar tilgangurinn meðalið. Þótt innsýn margra í áfengisvímaðan hugarheim nokkurra þingmanna sé áhugaverð þá má ekki líta fram hjá því hversu óhugnanlegar afleiðingar á samfélagið það getur haft ef látið er átölulaust þegar fólk er hlerað í leyni á öldurhúsum. Vissulega fá þingmennirnir engin sérstök gáfnaprik fyrir að básúna heimskulegt tal sitt inni á veitingastað, en það breytir því ekki að á þeim var brotið þegar þeir voru leynilega hljóðritaðir og gögnin send til birtingar í fjölmiðlum. Það er ekki að ástæðulausu að símsvararnir hjá stórfyrirtækjum gefa manni aðvörun áður en byrjað er taka upp samtalið við þjónustufulltrúana. Þingmennirnir hefðu líklega ekki talað svona ógætilega ef þeir hefðu fengið sambærilega viðvörun. Og þar sem ég efast um að margir hafi áhuga á að heyra meira af því sem þessir herramenn blaðra sín á milli þegar þeir eru fullir og halda að enginn heyri til legg ég til að einhver ábyrgur borgari mæti að borðinu þeirra með áberandi upptökutæki næst þegar þessi hópur dettur í það, og hlífi okkur við annarri eins uppákomu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þegar maður hringir í þjónustuver stórra fyrirtækja er það gjarnan frekar af leiðinlegum en gleðilegum ástæðum. Yfirleitt hefur eitthvað ekki virkað sem skyldi eða of hár reikningur verið sendur. Innhringjandinn er pirraður. Í ofanálag er ekki óalgengt að bilanir valdi mjög mörgu fólki óþægindum á sama tíma þannig að blessað starfsfólk þjónustuveranna þarf ekki bara að eiga við fólk sem er ósátt við þjónustuna heldur er það líka brjálað yfir að þurfa að bíða lengi á línunni. Við slíkar aðstæður hefur það eflaust oft bjargað mér frá því að gera mig að fífli með heimtufrekju og dónaskap, að alúðleg rödd minnir mig á að samtalið sé hljóðritað. Þegar maður veit að samtal er hljóðritað þá hegðar maður sér eftir því. Það sama á vitaskuld við þegar fólk kemur opinberlega fram. Flestir hafa vit á því að tempra hegðun sína og slípa þannig að hún valdi ekki öðrum ónauðsynlegum óþægindum eða leiðindum. Jafnvel þótt við teljum það flest vera ákveðið hrósyrði að fólk komi til dyranna eins og það er klætt; þá er ekki endilega víst að maður meini það í bókstaflegri merkingu. Við ætlumst að minnsta kosti frekar til þess að fólk slái um sig sloppi áður en það kemur til dyra ef það var af einhverjum ástæðum berrassað þegar dyrabjallan hringdi.Tvær útgáfur Við gerum öll ráð fyrir því að einhver munur sé á þeirri mynd sem fólk gefur af sér út á við, og því hvernig það er þegar enginn sér til. Við erum í raun að minnsta kosti tvær persónur; einkapersóna og opinber persóna. Í þessu felst vitaskuld ýmiss konar ósamræmi. Einkapersónan segir og hugsar alls konar hluti sem opinbera persónan myndi ritskoða. Einkapersónan getur reiðst og hugsað illa til jafnvel sinna allra nánustu án þess að þær tilfinningar eigi eitthvert erindi til að vera bornar á torg, þær bara jafna sig og eðlilegt ástand kemst á sálarlífið. Ég geri til dæmis fastlega ráð fyrir að jafnvel mínir allra bestu vinir hafi átt það til í gegnum tíðina að bölva mér í sand og ösku út af einhverju sem ég hef gert eða sagt; ég hef svo sannarlega talið mig hafa haft ástæðu til þess að bölva þeim í sand og ösku öðru hverju. En það breytir auðvitað engu um vináttuna og kærleikann þótt stundum slettist upp á vinskap og vínskáp. Ef munurinn verður of mikill á því sem maður segist vera opinberlega, og því sem maður er þegar enginn sér til, þá kallast það hræsni—og ef einkahegðun fólks er þveröfug við það sem það heldur fram opinberlega, þá er það til marks um einhvers konar veruleikafirringu eða siðblindu. Dæmi um þetta eru til dæmis siðapostular sem átelja aðra fyrir syndir sem þeir sjálfir drýgja á laun.Djammviskubit ársins En líklega er enginn svo tandurhreinn í sálinni að ekki sé einhver munur á því hvernig hann hugsar og hegðar sér í einrúmi eða meðal traustra vina—og því hvernig mynd hann dregur upp af sjálfum sér gagnvart öðrum. Við eigum flest til að vera meiri fávitar en við viljum kannast við og reynum eflaust að skýla öðru fólki við hvimleiðustu hliðunum á sjálfum okkur. En stundum gerist það að kastljósinu er varpað á fólk á allra óheppilegasta tíma. Og boj-ó-boj ætli þeir hafi örlítið djammviskubit þingmennirnir sem teknir voru upp á fylleríi að úttala sig um samstarfsfólk sitt? Það er reyndar ævintýralegt hversu ógeðfelldur talsmáti sumra þeirra var. Sjaldan hefur verið talað jafnilla um jafnmarga á jafnstuttum tíma. Þó veit ég reyndar ekki betur en þessir menn séu hinir ágætustu, svona að minnsta kosti hver í sínu lagi og edrú. Hið ógeðfellda fylleríisraus þeirra er þeim auðvitað til skammar, enda virðast þeir skammast sín. En það er ágætt að hafa í huga að upptakan segir ekki nálægt því alla söguna um neinn þeirra.Illmælgi Eflaust er til fólk sem heldur að pólitík dragi fram það besta í fólki. Það er þó ekki mín reynsla. Hafandi starfað umtalsvert í kringum stjórnmál þekki ég ágætlega hversu landlægt það er í pólitík að fólk tali ofboðslega illa um hvert annað. Bæði man ég eftir að sárt var að verða fyrir slíku og ekki síður hversu aumt það er að gerast sekur um það. Þótt ég muni ekki eftir jafnsvæsnu tali og nú er útvarpað útum allt; þá held ég það sé hæpið að fullyrða að það sé algjört einsdæmi. Hafandi heyrt þessa hörmung get ég ekki annað en verið ánægður með að hafa aldrei látið mér detta í hug að kjósa þessa tilteknu þingmenn, og ef ég væri náinn þeim myndi ég líklega ráðleggja þeim að koma sér umsvifalaust úr umhverfi sem dregur fram þessar hliðar á þeim—jafnvel þótt það sé bara á fylleríum.Þetta fyllerí er hljóðritað Það er ekki nema í algjörum undantekningartilfellum sem nauðsyn brýtur lög, og enn sjaldnar helgar tilgangurinn meðalið. Þótt innsýn margra í áfengisvímaðan hugarheim nokkurra þingmanna sé áhugaverð þá má ekki líta fram hjá því hversu óhugnanlegar afleiðingar á samfélagið það getur haft ef látið er átölulaust þegar fólk er hlerað í leyni á öldurhúsum. Vissulega fá þingmennirnir engin sérstök gáfnaprik fyrir að básúna heimskulegt tal sitt inni á veitingastað, en það breytir því ekki að á þeim var brotið þegar þeir voru leynilega hljóðritaðir og gögnin send til birtingar í fjölmiðlum. Það er ekki að ástæðulausu að símsvararnir hjá stórfyrirtækjum gefa manni aðvörun áður en byrjað er taka upp samtalið við þjónustufulltrúana. Þingmennirnir hefðu líklega ekki talað svona ógætilega ef þeir hefðu fengið sambærilega viðvörun. Og þar sem ég efast um að margir hafi áhuga á að heyra meira af því sem þessir herramenn blaðra sín á milli þegar þeir eru fullir og halda að enginn heyri til legg ég til að einhver ábyrgur borgari mæti að borðinu þeirra með áberandi upptökutæki næst þegar þessi hópur dettur í það, og hlífi okkur við annarri eins uppákomu.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun