Sókrates á barnum María Bjarnadóttir skrifar 30. nóvember 2018 07:00 Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sókrates notaði samræðuna til þess að draga fram sjónarmið um flókin og einföld mál. Hann gekk um Aþenu og spurði samferðafólk sitt spurninga eins og „hvað er vinátta?“ og „hvað er hugrekki?“ og það var allt svo merkilegt að Plató vinur hans skrifaði niður samtölin til að varðveita þau og viskuna sem í þeim fólst. Plató var auðvitað ekki að skrásetja þessi samtöl í rauntíma. Til þess hefði hann þurft að hafa aðgang að tækni sem varð ekki til fyrr en frekar nýlega, svona í sögulegu samhengi. Þá hefði Plató bara getað haldið sig nálægt Sókratesi, til dæmis á þarnæsta borði við hann á barnum, og tekið upp samtöl meistarans á símann sinn. Hann gæti sent fjölmiðlum upptökuna ef hann nennti ekki að slá þetta inn í tölvuna sjálfur. Það væri auðvitað mjög ljótt að gera og jafnvel ólöglegt. En kannski áhugavert. Hugsanlega hefðu samræður Sókratesar á barnum litast af kvenfyrirlitningu eins og hjá sumum okkar kjörnu fulltrúum í nútímanum. Honum til varnar bjó hann í samfélagi þar sem konur þóttu ekki hafa neitt efnislegt fram að færa, þrælahald var útbreitt og kynferðisleg misnotkun barna þótti í lagi. Sumir okkar kjörnu fulltrúa hins vegar hafa verið andlit alþjóðlegrar herferðar til þess að berjast gegn kvenfyrirlitningu, verið hampað á heimsvísu sem leiðtogum í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og kynnt jafnrétti kynjanna sem eina af útflutningsafurðum Íslands. Sömu menn og segja hjá Sameinuðu þjóðunum að karlar þurfi að taka þátt í að berjast gegn kynjamismunun sitja á barnum með vinum sínum og frussa út úr sér kvenfyrirlitningu. Merkilegt hvernig boðskapurinn breytist þegar hann færist úr ræðu í samræðu.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun