Varaþingmaður Miðflokksins vill kollegana í pásu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2018 10:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á Bessastöðum í gær. vísir/Vilhelm Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Elvar Eyvindsson, varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, telur að kollegar hans sem getið er í Klaustursupptökunum þurfi að að taka sér tímabundið hlé hið minnsta frá þingstörfum. Ekki sé líklegt að þeim verði mikið úr starfi á Alþingi eins og sakir standa. Erfitt sé fyrir almenning og samstarfsfólk að umbera þau og líklegt að stór hluti vinnutímans á Alþingi fari í að verja hegðun sína. Elvar greinir frá þessu á Facebook en minnir þó á að þótt nokkrir þingmenn Miðflokksins hafi gerst sekir um slæma hegðun gildi það ekki um flokkinn í heild sinni. Þeir þingmenn Miðflokksins sem voru á Klaustri voru þau Anna Kolbrún Árnadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Anna Kolbrún er sú eina sem íhugar stöðu sína en Gunnar Bragi er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að hann hafi ekki brotið af sér og afsögn sé ekki í kortunum. „Þingmenn Miðflokksins (ekki allir) hafa gert sig seka um mikla glópsku sem erfitt er að fyrirgefa þó að ég telji samt að það sé rétt að gera í fyllingu tímans. Þrátt fyrir það verður mjög erfitt fyrir almenning og samstarfsfólk, að umbera þau eftir þetta í því starfi sem þau sinna. Og þeim verður líklega ekki mikið úr verki, þurfandi endalaust að verja afglöp sín og bera þau á herðum sér um langa hríð,“ segir Elvar. „Ég legg því til að þau taki hlé frá þingstörfum til vors hið minnsta. Á meðan hugi þau að flokksstarfinu og eigin málum og stöðu og veiti varamönnum sínum þá aðstoð sem þau þurfa til góðra verka. Ekki er líklegt að skynsamlegt sé fyrir þau, sum að minnsta kosti, að snúa aftur.“ Hann er varamaður Birgis Þórarinsson í Suðurkjördæmi en Birgir var ekki á meðal þingmanna flokksins að sumbli umrætt kvöld. Elvar bendir því á að þótt viðkomandi þingmenn stígi til hliðar þýði það ekki að hann fái sæti á Alþingi. „Þess ber að geta að ég kem ekki til með að græða þingsæti ef þetta verður, því að minn aðalmaður var ekki með í þessu og var að vinna við fjárlögin þessa nótt, sem betur fer.“ Vísar Elvar til þess að umræður um fjárlög stóðu yfir á Alþingi þegar drykkjusamkoma sexmenninganna hófst á Klaustur bar.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira