Nýir tímar? Héðinn Unnsteinsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Það er orðið langt um liðið síðan ég hef fundið löngun til þess að tjá mig um geðheilbrigðismál en nú langar mig að drepa niður staf um málaflokkinn. Fyrir tuttugu árum bað móðir þáverandi unnustu minnar mig í einlægni um að hætta afskiptum af geðheilbrigðismálum. Ég hafði þá tjáð mig um eigin reynslu af geðnæmu ástandi um nokkurt skeið með það að leiðarljósi að auka skilning fyrir öðruvísi hugsanaferlum. Það er skemmst frá því að segja að ég fór ekki að ráðum hennar. Henni gekk gott eitt til en viðhorf hennar endurspegluðu þá forsendu að best væri að þegja um eitthvað sem samfélagið fordæmdi. Allt tal væri einungis til þess fallið að samfélagslegt „virði“ viðkomandi félli. Mér fannst í kjölfarið skynsamlegast að beina herferð um geðrækt, sem þá var í undirbúningi, í þann farveg að herferðin byggði á geðheilsu, því að hana ættu allir sameiginlega. Umræða um geðheilbrigði hefur aukist og flestir eru sammála um að geðheilsa allra sé mikilvæg. Umfang málaflokksins hefur aldrei verið meira. Það á við um alla hina þrjá samofnu hluta hans, þ.e. örorku, geðröskun og geðheilbrigði. Hlutfall örorkuþega vegna geðraskana af heildarfjölda örorkuþega hefur aldrei verið hærra eða 40%. Aldrei hafa fleiri greinst með geðraskanir enda hefur greiningarsniðmátið verið víkkað og raskanirnar orðnar um 600. Að síðustu hafa „geðheilbrigðir“ verið æ uppteknari af aðferðum sem bæta geðheilsu, eins og gjörhygli, hreyfingu og aðferðum sem almennt skila jafnvægi.Hvað vil ég segja ykkur? Í fyrsta lagi er það frábært hversu margir eru orðnir meðvitaðir um geðheilbrigði. Hvað það eru margir sem tjá sig um eigin reynslu. Hve margir ráðgjafar og fyrirlesarar fjalla um og vinna með fólki að bættri geðheilsu. Okkar hugsana- og hegðunarmynstur eru afar mikilvæg og í grunninn skiptir höfuðmáli að fara vel með lífsorkuna. Athygli okkar er ekkert annað en framkvæmdaarmur lífsorkunnar. Líf okkar er það sem við beinum athyglinni að. Í annan stað er sjúkdómavæðingin innan geðheilbrigðiskerfisins uggvænleg. Að hluta til er hún skiljanleg, þegar rýnt er í það hversu ríka hagsmuni margir hafa af því að til séu sem flestar greiningar og „lyfjalausnir“ við þeim, auk þess sem samfélagsmynstur okkar mótast í æ ríkara mæli af kröfu um skyndilausnir. Hér þarf að ná betra jafnvægi á framboði og eftirspurn. Í þriðja lagi vil ég segja ykkur að það fyrirfinnast enn fordómar og mismunun í garð þeirra sem eru geðnæmir. Ég hef ekki rannsókn til þess að styðja mig við og vil hér með eggja Jón Gunnar Bernburg og Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands, til þess að endurtaka alþjóðlega fordómakönnun frá árinu 2009. Ég vil sérstaklega meina að það séu fordómar í garð þeirra sem opinbera reynslu sína. Getur verið að skoðanir þeirra og viðhorf séu ekki metin að jöfnu og þessir einstaklingar almennt „virðisfelldir“ í samfélaginu? Við erum öll sprottin af sama meiði, það eru ekki nema fáeinir niturbasar sem skilja okkur að. Jaðarinn er orðinn að miðjunni og „venjulega“ fólkið sem á síðari hluta síðustu aldar taldi best að tala ekki um fordæmda hluti er að deyja út. Áætlað er að nú séu um 25% þjóðarinnar geðnæm.Hvað svo? Nú höfum við búið við svipaða nálgun að geðheilbrigðismálum í tuttugu og fimm ár, þ.e. meðferð geðraskana með lyfjum, aukna sálfræðimeðferð, sérstaklega hugræna atferlismeðferð, og aukna umræðu og virkni þegar kemur að geðrækt. Á þessum tuttugu og fimm árum hefur geðsjúkum fjölgað, meðferð og endurhæfing aukist en engu að síður hefur öryrkjum vegna geðraskana fjölgað. Það hljómar þversagnakennt. Það þarf því ekki að koma á óvart þó að nú berist fréttir af nýjum nálgunum. Frá því um síðustu aldamót hafa háskólar í Bandaríkjunum og Bretlandi verið að gera tilraunir með notkun hugvíkkandi efna (einkum psilocybin) í meðferð við þunglyndi. Þessar tilraunir hafa gengið vel og aðallega snúið að smáskammtameðferðum. Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir þess efnis að frumkvöðlafyrirtækið Atai Life Science hefði ákveðið að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða íslenskra króna í frekari rannsóknum á mögulegu lækningargildi hugvíkkandi efna fyrir geðsjúkdóma. Áhugavert er að sjá að ráðgjafar þessa fyrirtækis, eru þekktir sérfræðingar úr geðheilbrigðisgeiranum, þeir David Nutt og Tom Insel. Það skyldi þó aldrei vera að hugvíkkandi efni yrðu næsta framfarabylgja innan geðlæknisfræðinnar? Nógu lengi höfum við beðið eftir nýmælum í meðferð geðsjúkdóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið langt um liðið síðan ég hef fundið löngun til þess að tjá mig um geðheilbrigðismál en nú langar mig að drepa niður staf um málaflokkinn. Fyrir tuttugu árum bað móðir þáverandi unnustu minnar mig í einlægni um að hætta afskiptum af geðheilbrigðismálum. Ég hafði þá tjáð mig um eigin reynslu af geðnæmu ástandi um nokkurt skeið með það að leiðarljósi að auka skilning fyrir öðruvísi hugsanaferlum. Það er skemmst frá því að segja að ég fór ekki að ráðum hennar. Henni gekk gott eitt til en viðhorf hennar endurspegluðu þá forsendu að best væri að þegja um eitthvað sem samfélagið fordæmdi. Allt tal væri einungis til þess fallið að samfélagslegt „virði“ viðkomandi félli. Mér fannst í kjölfarið skynsamlegast að beina herferð um geðrækt, sem þá var í undirbúningi, í þann farveg að herferðin byggði á geðheilsu, því að hana ættu allir sameiginlega. Umræða um geðheilbrigði hefur aukist og flestir eru sammála um að geðheilsa allra sé mikilvæg. Umfang málaflokksins hefur aldrei verið meira. Það á við um alla hina þrjá samofnu hluta hans, þ.e. örorku, geðröskun og geðheilbrigði. Hlutfall örorkuþega vegna geðraskana af heildarfjölda örorkuþega hefur aldrei verið hærra eða 40%. Aldrei hafa fleiri greinst með geðraskanir enda hefur greiningarsniðmátið verið víkkað og raskanirnar orðnar um 600. Að síðustu hafa „geðheilbrigðir“ verið æ uppteknari af aðferðum sem bæta geðheilsu, eins og gjörhygli, hreyfingu og aðferðum sem almennt skila jafnvægi.Hvað vil ég segja ykkur? Í fyrsta lagi er það frábært hversu margir eru orðnir meðvitaðir um geðheilbrigði. Hvað það eru margir sem tjá sig um eigin reynslu. Hve margir ráðgjafar og fyrirlesarar fjalla um og vinna með fólki að bættri geðheilsu. Okkar hugsana- og hegðunarmynstur eru afar mikilvæg og í grunninn skiptir höfuðmáli að fara vel með lífsorkuna. Athygli okkar er ekkert annað en framkvæmdaarmur lífsorkunnar. Líf okkar er það sem við beinum athyglinni að. Í annan stað er sjúkdómavæðingin innan geðheilbrigðiskerfisins uggvænleg. Að hluta til er hún skiljanleg, þegar rýnt er í það hversu ríka hagsmuni margir hafa af því að til séu sem flestar greiningar og „lyfjalausnir“ við þeim, auk þess sem samfélagsmynstur okkar mótast í æ ríkara mæli af kröfu um skyndilausnir. Hér þarf að ná betra jafnvægi á framboði og eftirspurn. Í þriðja lagi vil ég segja ykkur að það fyrirfinnast enn fordómar og mismunun í garð þeirra sem eru geðnæmir. Ég hef ekki rannsókn til þess að styðja mig við og vil hér með eggja Jón Gunnar Bernburg og Sigrúnu Ólafsdóttur, prófessora við Háskóla Íslands, til þess að endurtaka alþjóðlega fordómakönnun frá árinu 2009. Ég vil sérstaklega meina að það séu fordómar í garð þeirra sem opinbera reynslu sína. Getur verið að skoðanir þeirra og viðhorf séu ekki metin að jöfnu og þessir einstaklingar almennt „virðisfelldir“ í samfélaginu? Við erum öll sprottin af sama meiði, það eru ekki nema fáeinir niturbasar sem skilja okkur að. Jaðarinn er orðinn að miðjunni og „venjulega“ fólkið sem á síðari hluta síðustu aldar taldi best að tala ekki um fordæmda hluti er að deyja út. Áætlað er að nú séu um 25% þjóðarinnar geðnæm.Hvað svo? Nú höfum við búið við svipaða nálgun að geðheilbrigðismálum í tuttugu og fimm ár, þ.e. meðferð geðraskana með lyfjum, aukna sálfræðimeðferð, sérstaklega hugræna atferlismeðferð, og aukna umræðu og virkni þegar kemur að geðrækt. Á þessum tuttugu og fimm árum hefur geðsjúkum fjölgað, meðferð og endurhæfing aukist en engu að síður hefur öryrkjum vegna geðraskana fjölgað. Það hljómar þversagnakennt. Það þarf því ekki að koma á óvart þó að nú berist fréttir af nýjum nálgunum. Frá því um síðustu aldamót hafa háskólar í Bandaríkjunum og Bretlandi verið að gera tilraunir með notkun hugvíkkandi efna (einkum psilocybin) í meðferð við þunglyndi. Þessar tilraunir hafa gengið vel og aðallega snúið að smáskammtameðferðum. Fyrr í þessum mánuði bárust fréttir þess efnis að frumkvöðlafyrirtækið Atai Life Science hefði ákveðið að fjárfesta fyrir tæpa 3 milljarða íslenskra króna í frekari rannsóknum á mögulegu lækningargildi hugvíkkandi efna fyrir geðsjúkdóma. Áhugavert er að sjá að ráðgjafar þessa fyrirtækis, eru þekktir sérfræðingar úr geðheilbrigðisgeiranum, þeir David Nutt og Tom Insel. Það skyldi þó aldrei vera að hugvíkkandi efni yrðu næsta framfarabylgja innan geðlæknisfræðinnar? Nógu lengi höfum við beðið eftir nýmælum í meðferð geðsjúkdóma.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun