Nú brúum við bilið! Skúli Helgason skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt samhljóða tillögur um viðamikla leikskólauppbyggingu á næstu árum til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þetta eru mikil og góð tíðindi fyrir foreldra ungbarna í borginni en með þeim verður hægt að bjóða öllum 12 mánaða börnum og eldri í leikskóla innan fimm ára.Nýir leikskólar, viðbyggingar og ungbarnadeildir Til að brúa bilið munum við fjölga leikskólarýmum um 700-750 á næstu 5 árum. Það verður gert með því að opna fimm nýja leikskóla, í Úlfarsárdal, Miðborg, Kirkjusandi, Vogabyggð og Skerjafirði, byggja við fimm starfandi leikskóla og opna 5-6 nýjar leikskóladeildir við leikskóla þar sem eftirspurn hefur verið með mesta móti í Fossvogi, Laugardal, Grafarvogi, Grafarholti og Breiðholti. Nú eru 14 ungbarnadeildir starfræktar við leikskóla borgarinnar og þeim verður fjölgað um sjö á ári þar til ungbarnadeild verður til staðar í öllum stærri leikskólum borgarinnar. Þær eru sérútbúnar, með hita í gólfum, leiksvæði og búnaði sem hæfir börnum frá 12 mánaða aldri. Gengið verður til samninga við sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun barna og er ráðgert að þeim fjölgi um tæplega 170 á komandi árum til viðbótar þeirri fjölgun um 80 rými sem þegar hefur orðið á þessu hausti. Við munum áfram bæta vinnuumhverfi starfsfólks leikskóla til að gera þá að eftirsóknarverðari vinnustöðum. Á þessu ári höfum við samþykkt og fjármagnað slíkar aðgerðir fyrir 1.100 milljónir með fjölgun starfsfólks á elstu deildum, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun undirbúningstíma, sumarstörfum ungs fólks á leikskólum o.m.fl. Við teljum að þessar aðgerðir hafi átt sinn þátt í því að mönnunarmál ganga nú mun betur en sl. tvö ár. 98 prósent allra stöðugilda eru nú mönnuð og einungis hálft stöðugildi að meðaltali ómannað á hverjum leikskóla. Þá eru mun færri börn á biðlista eftir leikskóla. Við munum verja 5,2 milljörðum til þessarar miklu uppbyggingar og ljúka þannig því mikla átaki í leikskólamálum sem Reykjavíkurlistinn hóf fyrir aldarfjórðungi.
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar