Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Helgi Vífill Júlíusson skrifar 22. nóvember 2018 08:30 Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri New Yorker á Norðurlöndum. Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson „Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Ég myndi hiklaust segja að íslenski markaðurinn sé nógu stór. Þess vegna erum við að opna tvær verslanir á Íslandi,“ segir Christian Thune Thomsen, svæðisstjóri þýsku tískuverslunarinnar New Yorker á Norðurlöndum. Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. Thomsen segir að þeim hafi þótt mikilvægt að reka verslanir í tveimur stærstu verslanamiðstöðvum landsins enda séu þær ansi ólíkar. Um 40 starfsmenn munu starfa í verslununum. Að sögn Thomsen hafði stóraukinn ferðmannastraumur ekkert með þá ákvörðun að gera að opna verslanir á Íslandi. Fyrirtækið hafi lengi haft augastað á landinu og hafi meðal annars verið að bíða eftir að komast yfir hentugt húsnæði. Verslanirnar séu í eigu þýska fyrirtækisins, sem sagt ekki reknar af sérleyfishafa. Það gefi fyrirtækinu færi á að hafa betri stjórn á uppbyggingu verslananna. „New Yorker er tískumerki sem höfðar til ungs fólks. Litir leika stórt hlutverk í hönnuninni. Verðið er afar sanngjarnt og við fáum nýjar vörur í hverri viku. Í hvert skipti sem viðskiptavinir heimsækja verslun okkar sjá þeir eitthvað nýtt,“ segir hann í samtali við Fréttablaðið. New Yorker rekur ekki netverslun en kynnir vörurnar meðal annars á samfélagsmiðlum. „Í verði keppum við við H&M en frá mínum bæjardyrum séð eru fötin okkar einstök,“ segir Thomsen. Markhópur New Yorker er frá 15 til 39 ára. Vörulínunni er skipt annars vegar í götutísku og hins vegar klassískari fatnað. Auk þess er boðið upp á fylgihluti og nærfatnað. New Yorker, sem hefur verið starfrækt í 40 ár, rekur meira en eitt þúsund verslanir í 40 löndum, þar af eru um 60 verslanir á Norðurlöndunum. Starfsmenn eru um 18 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira