Krefjast þess að bærinn kaupi Oddfellowblett Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2018 06:15 Hestafólkið og hjónin Konráð Adolphsson og Edda Gunnarsdóttir fengu ekki að byggja íbúðarhús og hesthús á Oddfellowblettnum. Fréttablaðið/Stefán Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett í landi Gunnarshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblettinn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfðust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. október síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópavogsbæjar] hafa ekki sýnt stefnendum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauðugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi eignarréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðalskipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahagsmunum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóvember fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Skipulag Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira