Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 19:05 Losun manna á gróðurhúsalofttegundum er talin í tugum milljarða tonna. Öll eldfjöll jarðar losa innan við eitt prósent af því magni á ári. Vísir/Getty Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar. Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar.
Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34