Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 19:05 Losun manna á gróðurhúsalofttegundum er talin í tugum milljarða tonna. Öll eldfjöll jarðar losa innan við eitt prósent af því magni á ári. Vísir/Getty Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar. Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar.
Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34