Ætla að bæta varnir á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2018 11:03 S-400 loftvarnarkerfi í Moskvu. EPA/SERGEI ILNITSKY Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna eftir að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu og handsömuðu áhafnir skipanna. Þing Úkraínu samþykkti í kjölfarið að setja herlög á í stórum hlutum landsins.Samkvæmt AP fréttaveitunni, sem vísar í fjölmiðla í Rússlandi, sagði æðsti yfirmaður rússneska hersins á svæðinu að loftvarnarkerfi af gerðinni S-400 yrði komið fyrir á Krímskaga, til viðbótar við þrjú sem eru þar fyrir. Til stendur að kerfið verði virkt fyrir áramót.Með þessum loftvörnum hafa Rússar stjórn á himninum yfir stórum hluta Svartahafs og öllu Asóvshafi. Þá segir Reuters að rússnesku herskipi, Vice-Admiral Zakharin, hafi verið siglt um Kerchsund og inn á Asóvshaf.Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Innlimunin hefur ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð.Hér að neðan má sjá kort af svæðinu. Hægt er að smella á táknin til að fá frekari upplýsingar um hvað þau tákna. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Evrópusambandið og Bandaríkin hafa heitið stuðningi við Úkraínu og hafa leiðtogar nokkurra ríkja Evrópu rætt sín á milli að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna málsins. 24 úkraínskir sjóliðar eru í haldi Rússa á Krímskaga. Þeir hafa verið ákærðir vegna málsins og eiga yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22 Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. 27. nóvember 2018 11:31
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Trump íhugar að aflýsa fundi með Pútín vegna hertöku skipanna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að aflýsa fundi sínum og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta á G20 ráðstefnunni í Argentínu síðar í mánuðinum vegna hertöku Rússa á þremur skipum sjóhers Úkraínu. 27. nóvember 2018 23:22
Poroshenko vill sjóliðana úr haldi Sjóher Úkraínu segir að sex sjóliðar hafi særst þegar skotið var á skip Úkraínu og þau handsömuð. 26. nóvember 2018 11:00