Rætt um afsagnir á harkalegum fundi Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 18:32 Karl Gauti þegar hann kom til fundar stjórnar og framkvæmdastjórnar Flokks fólksins nú síðdegis. Vísir/VIlhelm Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, segist ekki ætla að segja af sér þingmennsku vegna upptöku af samtali nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins. Stjórn og framkvæmdastjórn flokksins fundaði nú síðdegis og segir Karl Gauti hann hafa verið harkalegan. Einhverjir hafi minnist á möguleikann á afsögnum. Stundin og DV birtu fréttir upp úr leynilegum upptökum þar sem Karl Gauti og Ólafur Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Svensson, Bergþór Ólasson, og Anna Kolbrún Árnadóttir ræddu saman á bar. Haft var eftir Karli Gauta að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, réði ekki við starfið. Þá hafi hvorki hann né Ólafur komið Ingu til varna þegar þingmenn Miðflokksins fóru niðrandi orðum um hana. Stjórn og framkvæmdastjórn Flokks fólksins komu saman til fundar sem hófst klukkan 17. Fundurinn var enn í gangi þegar Vísir náði tali af Karli Gauta sem hafði þá vikið af honum til að gefa flokksfélögum sínum svigrúm til að ákveða næstu skref. Ólafur hafi vikið af fundinum á undan honum. Aðeins eitt mál hafi verið á dagskrá fundarins sem hafi verið harkalegur. Hann hafi skýrt sitt mál og harmað sinn hlut í því. „Menn deildu harkalega á okkar veru á þessum stað og okkar orð og okkar viðbrögð við orðum annarra, að við skyldum ekki mótmæla eins og heyrðist á upptökum,“ segir Karl Gauti við Vísi. Einhverjir hafi minnst á afsagnir á fundinum en engin ákvörðun hafi verið tekin um það. „Kannski álykta þau eitthvað. Ég reikna nú með því að það komi einhver ályktun eða fréttatilkynning eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Sjálfur telur Karl Gauti sér áfram sætt á þingi. „Ég er ekki á leiðinni út,“ segir hann.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01