Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:30 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu kveðst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið. Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. Spurðu þeir nokkra kaupsýslumenn hvort ekki væri hægt að nota einkafyrirtæki sem starfa í leyniþjónustu til verksins að því er fram kemur í frétt New York Times sem rætt hefur við þrjá einstaklinga sem þekkja til málsins. Sádarnir spurðust fyrir um á þeim tíma þegar prinsinn bin Salman, sem þá var varnarmálaráðherra, var að auka völd sín og skipa ráðgjöfum sínum að efla aðgerðir hers og leyniþjónustu utan Sádi-Arabíu. Þessar umræður við kaupsýslumennina um morð á óvinum ríkisins, sem áttu sér stað ári áður en blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl, gefa til kynna að háttsettir embættismenn innan sádi-arabíska stjórnkerfisins hafa verið að íhuga morð allt frá því að bin Salman komst til valda.Ræddu að myrða yfirmann Quds-sérsveita Írana Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa sagt að morðið á Khashoggi hafi verið mistök. Það hafi verið fyrirskipað af embættismanni sem í kjölfarið hafi verið rekinn. Þessi sami embættismaður, herforinginn Ahmed al-Assiri, var viðstaddur fund í mars 2017 í borginni Riyadh þar sem kaupsýslumennirnir kynntu áætlun að andvirði tveggja billjóna Bandaríkjadala um hvernig hægt væri að nota leyniþjónustumenn á vegum einkafyrirtækja til þess að koma á höggi á íranskt efnahagslíf. Í kjölfarið var rætt um það á öðrum fundum hvort hægt væri að myrða Qassim Suleimani, yfirmanns Quds-sérsveitanna, en hann er talinn svarinn óvinur Sádi-Arabíu.Sjá einnig:Dularfulla morðið á Jamal Khashoggi Áður en Assiri var rekinn fyrir að hafa skipulagt morðið á Khashoggi, að því er sádi-arabísk yfirvöld vilja meina, var hann einn nánasti samstarfsmaður krónprinsins bin Salman. Náin tengsl hans við krónprinsins þykja ýta undir tilgátur vestrænna leyniþjónusta sem telja að bin Salman hljóti að hafa vitað af því að drepa ætti Khashoggi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa hins vegar þvertekið fyrir það að prinsinn hafi vitað eitthvað um morðið. Búist er við því að utanríkisráðherra Bretlands, Jeremy Hunt, muni krefjast þess að bin Salman sýni meiri samstarfsvilja við tyrknesk yfirvöld sem fara með rannsóknina á morði Khashoggi. Fundur þeirr Hunt og bin Salman verður fyrsti fundur krónprinsins með leiðtoga frá Vesturlöndum eftir morðið.
Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Sádar segjast ætla að ákæra vegna morðsins á Khashoggi Konungur Sádi-Arabíu er sagður hafa skipað fyrir um rannsókn og ákærur vegna morðsins á blaðamanninum. 5. nóvember 2018 09:10
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. 2. nóvember 2018 17:38
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57