Útlitið kolsvart fyrir Kristersson eftir skilaboð Annie Lööf Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2018 08:49 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þingmenn sænska Miðflokksins ætla að greiða atkvæði gegn Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra landsins í atkvæðagreiðslu á sænska þinginu á morgun. Þetta segir Annie Lööf, formaður Miðflokksins. Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Kristersson sem næsta forsætisráðherra. Kristersson sagðist í gær vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata (KD) og mun þingið taka afstöðu til þess á morgun hvort að meirihluta sé að finna til að verja slíka stjórn falli. Með skilaboðum Miðflokksins, sem hefur ásamt Frjálslyndum verið með Moderaterna og KD í bandalagi borgaralegu flokkanna (Alliansen), er ljóst að stjórn Kristersson verður ekki að veruleika. Í það minnsta ekki í þessari mynd. Áður höfðu Frjálslyndir sömuleiðis sagt að þeir muni ekki greiða atkvæði með minnihlutastjórn Moderaterna og KD. Sömu sögu er að segja af Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra, og Jafnaðarmannaflokki hans.Ulf Kristersson.Getty/MICHAEL CAMPANELLASD komist ekki til áhrifa Lööf segir að Miðflokkurinn muni ekki greiða atkvæði með þessari stjórn til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar (SD) komist til áhrifa, en sú stjórn sú sem Kristersson hefur lagt til myndi treysta á að sá flokkur myndi verja hana falli. Svíþjóðardemókratar eru harðir í afstöðu sinni gegn straumi innflytjenda til Svíþjóðar og hafa bæði Miðflokkurinn og Frjálslyndir talað skýrt um nauðsyn þess að flokkurinn komist ekki til áhrifa.Markar ekki endalok bandalagsins Aðspurð hvort að Lööf telji þessi skilaboð hennar marka endalok Alliansen segir hún svo ekki vera. Hún vilji enn vilja mynda stjórn allra borgaralegu flokkanna fjögurra og leita stuðnings Jafnaðarmanna og Græningja. Hún bendir þó á að þetta sé í fyrsta sinn sem tveir bandalagsflokkar hafi sagst vilja mynda stjórn, án beinnar aðildar hinna tveggja. Hafni þingið Kristersson á morgun, líkt og allt stefnir í, taka við viðræður flokksleiðtoga á ný. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum skal boðað til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson er sú fyrsta í röðinni. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10