Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39