5-700 nýjar félagslegar íbúðir á næstu fimm árum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:59 Mynd af Barónsreit úr kynningu Reykjavíkuborgar Mynd/Reykjavíkurborg Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur. Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Fjögur þúsund íbúðir vantar inn á íbúðamarkaðinn í Reykjavík á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýju húsnæði. Útgefin byggingarleyfi í höfuðborginni á einu ári hafa aldrei verið eins mörg eins og í ár. Borgarstjóri segir að félagslegum íbúðum geti fjölgað um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs hafa verið gefin út þrettán hundruð fjörutíu og fjögur byggingarleyfi fyrir nýjum íbúðum og þarf að leita aftur til ársins 1973 til að finna sambærilega uppbyggingu í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að útgefin byggingarleyfi á þessu ári verði nærri fimmtán hundruð undir árs lok. Húsnæðisvandinn er þó mikill. Í greiningu sem Capacent hefur gert fyrir Reykjavíkurborg og kynnt var í dag kemur í ljós að um 4000 íbúðir vanti á næstu árum til þess að fullnægja þörf fyrir nýjum íbúðum á markaðinum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg eru í dag 4809 íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Borgarstjóri segir að á næstu þremur árum komi margar íbúðir inn á markaðinn. „Við sjáum samt að næsta ár verður enn þá stærra, bæði þegar það kemur að söluíbúðum en líka koma þá nokkur hundruð leiguíbúðir á viðráðanlegu verði,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að uppbyggingin nú muni létta á húsnæðisvandanum að einhverju leiti og stuðla að auknu jafnvægi. Stærsti hluti íbúðanna fer í almenna sölu en einnig eru í gangi fjölmörg verkefni með verkalýðshreyfingunni, stúdentum og félögum eldri borgara. Þá segir borgarstjóri að félagslegum íbúðum hjá Félagsbústöðum muni fjölga um allt að sjö hundruð á næstu fimm árum. „Við reynum að semja við uppbygginaraðila á helst öllum reitum að um 5% af íbúðum verði félagslegar. Þannig að við lærum af sögunni að félagslegar íbúðir séu ekki allar á einum stað heldur dreifðar í öll hverfi og helst í allri uppbyggingu þannig að við mætum félagslegum vanda án þess að gleyma því að bestu borgirnar eru félagslega blandaðar alls staðar,“ segir Dagur.
Félagsmál Tengdar fréttir Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa. 16. nóvember 2018 06:15