CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2018 02:08 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hefur sagst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30