Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna 18. nóvember 2018 17:46 Trump vill ekki hlusta á upptöku af morðinu. Getty/Al Drago Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08