Ogier heimsmeistari í sjötta sinn Bragi Þórðarson skrifar 19. nóvember 2018 18:15 Ogier og Ingrassia fagna titlinum vísir/getty Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári. Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira
Sebastian Ogier ásamt sínum aðstoðarökumanni, Julian Ingrassia, tryggðu sér sinn sjötta heimsmeistaratitil í ralli um helgina. Þrír ökumenn og þrjú lið áttu möguleika á titli fyrir rallið um helgina sem fór fram í Ástralíu. Ogier leiddi mótið á sínum Ford Fiesta en aðeins tveimur stigum á eftir honum voru Thierry Neuville og Nicolas Gilsoul á Hyundi i20. Ott Tanak og Martin Jarveoja á Toyota áttu stærðfræðilega möguleika á titli ökumanna þegar komið var til Ástralíu. Rallið byrjaði vel fyrir Neuville er hann byrjaði að byggja upp forskot á Ogier á fyrsta degi. En á sjöttu sérleið fór Belginn út í kannt og sprengdi dekk. Neuville reyndi allt hvað hann gat til að ná Ogier aftur. Á þriðja og síðasta keppnisdegi fór Thierry þó yfir strikið og braut afturhjól undan Hyundai bifreið sinni og varð frá að hverfa. Belginn var því að sætta sig við annað sætið í heimsmeistaramótinu þriðja árið í röð. Eftir mistökin hjá Neuville vissi Ogier að hann þurfti bara að klára rallið í sjöunda sæti eða ofar. Frakkinn keyrði eins og herforingi á síðasta degi og lauk keppni í fimmta sæti. Sjötti titill þeirra Ogier og Ingrassia í röð varð því staðreynd og í annað skiptið á tveimur árum unnu þeir fyrir M-Sport Ford liðið. Tár féllu í viðgerðarliði Ogier er hann kom út af síðustu leið, því ástralska rallið var hans síðasta með liðinu. Frakkinn mun aka fyrir sitt gamla lið Citroen á næsta ári, lið sem hann keyrði fyrir frá 2009 til 2011 og væntir að vinna sinn fyrsta titil með liðinu á næsta ári. Jari Matti Latvala og Mikka Anttila frá Finnlandi unnu rallið um helgina og tryggðu því Toyota titil bílasmiða. Þetta var fyrsti titill japanska bílaframleiðandans í ralli frá árinu 1999. Næsta keppnistímabil hefst í Mónakó í Janúar, því fá liðin aðeins tveggja mánaðar vetrarhlé áður en bílarnir verða ræstir af stað á næsta ári.
Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Sjá meira