Hlaðborð fyrir tónlistarnördin Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Gestir Airwaves hafa bæði getað notið tónlistar sem og fræðslu um tónlistargeirann síðustu fjögur árin. Fréttablaðið/Ernir Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Í fjórða sinn verður ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, með ráðstefnu tileinkaða tónlistarbransanum á Airwaves-hátíðinni. Næstkomandi fimmtudag hefst ráðstefnan formlega með tengslamyndunarfundum en á föstudegi verða pallborðsfundir og fyrirlestrar um hin ýmsu málefni er tengjast tónlistarheiminum. Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN segir það hafa verið erfitt að fá inn tónlistarmenn á þessar ráðstefnur sem þau hafa verið að halda, einfaldlega vegna þess að tónlistarmenn eru almennt gríðarlega uppteknir við að hlaupa á milli tónleika. En hann segir að fyrirlestrarnir séu líka fyrir allt tónlistaráhugafólk sem hann hvetur til að mæta – þess er ekki krafist að fólk sé með armband á hátíðina til að fá inngöngu á fyrirlestrana þó svo að þeir með armband gangi fyrir verði mikil aðsókn. „Þar að auki verður á miðvikudaginn smá viðburður sem við erum að vinna með STEF. Þá koma hingað svokallaðir „music supervisors“, það er að segja fólk sem er að kaupa tónlist, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og annað myndefni. Þau verða með fundi í STEF og hlusta á höfunda kynna sitt efni,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri ÚTÓN.Sigtryggur BaldurssonÁ fimmtudeginum munu tónlistarmenn geta bókað fundi við fólk úr tónlistargeiranum: umboðsmenn, bókara og fleiri aðila úr viðskiptageiranum. „Þetta er hugsað fyrir listamenn sem spila á hátíðinni og einstaka aðra íslenska listamenn sem hafa áhuga á þessum fundum. Í lokin verður tengslamyndunarpartí fyrir þátttakendur.“ Fyrirlestra- og pallborðsdagskráin er þétt í ár – þarna verður farið um víðan völl allt frá textum til Blockchain-tækninnar. CenterHotel Plaza í Aðalstræti mun hýsa fyrirlestrana. „Sjón, Emilíana Torrini, Ásgeir og Kolfinna úr Reykjavíkurdætrum ræða um texta í tónlist. Druslugangan ræðir um kynferðislega áreitni á tónlistarhátíðum.“ Þar næst verður erindi í boði Keychange-verkefnisins en það gengur meðal annars út á að jafna kynjahlutföll á tónlistarhátíðum. „Þetta er verkefni sem rekið er af PRS í Bretlandi en það eru tíu konur frá Íslandi sem taka þátt í því. Verkefnið vinnur að ýmsum leiðum til að styrkja stöðu kvenna í tónlistargeiranum – ekki bara sem tónlistarmenn heldur líka bak við tjöldin.“ David Fricke frá Rolling Stone, góðvinur Airwaves-hátíðarinnar, situr í pallborði um það hvernig tónlistarumfjöllun er að breytast þar sem áherslan er á innkomu samfélagsmiðla sem tól fyrir tónlistarmenn til að koma sér á framfæri. „Rolling Stone var gífurlega valdamikið fyrirbrigði í tónlistargeiranum fyrir 40 árum og þangað til nýlega. Hvernig er þetta að breytast og hvað þýðir þetta? Þetta verður skemmtileg umræða. Fricke er auðvitað einn af gömlu drumbunum og við fáum eitthvað af ungu liði til að pönkast aðeins í honum.“ Næsta umræða fjallar um Spotify og allt sem því fyrirbæri tengist. Því næst verður svo frætt um Blockchain-tæknina sem gæti breytt tónlistarheiminum til frambúðar. Bob Lefsetz er tónlistargagnrýnandi og spekingur mikill sem talar um bransann í dag – líklega mun hann vera með óheflaðar skoðanir á íslenska bransanum. „Svo er það „mixerinn“ um kvöldið – partíið. Það verður alltaf að vera gott partí í lokin.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira