Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Sylvía Hall skrifar 4. nóvember 2018 16:00 Rústik var til húsa í Hafnarstræti þar sem veitingastaðurinn Uno var áður. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs. Veitingastaðir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólk vissi ekki af yfirvofandi lokun fyrr en rekstrarstjóri veitingastaðarins tilkynnti það í lokuðum Facebook-hóp starfsmanna. DV greindi fyrst frá. Sigurlaug Sunna Hjaltested, 19 ára starfsmaður veitingastaðarins, segir ekkert hafa bent til þess að staðnum yrði lokað. Starfsfólk hafi unnið sínar vaktir á laugardagskvöldið og því verið verulega brugðið við tilkynninguna á sunnudag. „Við unnum á laugardaginn og svo á sunnudag var sagt að staðnum yrði lokað og við boðuð á fund á mánudaginn,“ segir Sigurlaug Sunna sem hafði starfað á veitingastaðnum frá opnun. Starfsfólki var tilkynnt á sunnudag að staðnum yrði lokað og boðað var til starfsmannafundar á mánudag.SkjáskotHún segir starfsmönnum hafa verið tilkynnt á fundinum að allir fengju greidd laun um mánaðarmót en á fimmtudag þegar laun áttu að vera greidd út kvað við annað hljóð og starfsmönnum sagt að þeir fengju ekki greitt fyrir sína vinnu þann mánuðinn. Voru þeir hvattir til þess að leita til stéttarfélaga og skrá sig á atvinnuleysisskrá sem allra fyrst. Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotSigurlaug Sunna segir starfsmenn hafa reynt að ná í yfirmenn sína án árangurs. Margir starfsmenn eru því í erfiðri stöðu þar sem þeir treystu á að fá laun greidd fyrir sína vinnu og sjá ekki fram á að geta staðið við fjárhagslegar skuldbindingar þennan mánuðinn.Hafa reynt að ná í yfirmenn án árangurs Staðurinn var í eigu félagsins La Dolce Vita ehf. en félagið keypti staðinn í apríl 2017 og tók yfir rekstur hans. Veitingastaðurinn Uno var áður til húsa í umræddu húsnæði. Einn eiganda staðarins, Samúel Guðmundsson, situr í bankaráði Landsbankans en hann er á meðal þeirra sem starfsmenn hafa reynt að ná í. Hann hefur ekki svarað starfsfólki en að sögn Sigurlaugar Sunnu var hann fastagestur á staðnum og var það yfirleitt skráð í reikning hjá staðnum. Amma Sigurlaugar Sunnu, Sigrún Vala Valgeirsdóttir, vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni þar sem henni blöskraði framkoma eigenda staðarins. Hún skorar á Samúel að greiða starfsfólki laun sín sem allra fyrst. „Ég fæ mig ekki til að skilja hverning hann ætti með góðri samvisku að geta skálað í dýru víni, slegið í golfkúlu, veitt lax, brosað, sofið eða gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en hann er búinn að því,“ segir Sigrún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.
Veitingastaðir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira