Sameinuð stöndum við… Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár og áratugi hefur verið sterk þróun í átt að sameiningum félaga, fyrirtækja og jafnvel sveitarfélaga. Það er hvorki tilviljun né að ástæðulausu. Það hefur einnig verið stefna BSBR að fækka félagseiningum, stækka þær og styrkja. Þar er ekki vanþörf á. Launafólk kemur til með að þurfa á öllum sínum styrk að halda til að sækja eðlilegar kjarabætur í náinni framtíð. Þessa dagana stendur yfir atkvæðagreiðsla um sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu. Samstarf félaganna hefur staðið yfir í meira en tvo áratugi og verið afar farsælt. Nú er komið að því að reyna á hvort ekki sé rétt að stíga skrefið til fulls og sameina félögin í eitt stórt félag.Garðar ?Hilmarsson formaður Starfsmannafélags ReykjavíkurborgarHalda áunnum réttindum Við formenn félaganna sem höfum verið í forystu lengi erum þeirrar skoðunar að með stóru sameinuðu félagi gætum við sótt sterkar fram til bættra kjara fyrir félagsmenn auk þess að auka þjónustuna. Við sameiningu verður tryggt að allir félagsmenn munu halda áunnum réttindum sínum.Slagkraftur yrði mikill Á framtíðarvinnumarkaði munu mæta okkur verkefni sem krefjast styrks og öflugs skipulags. Í nýju félagi yrðu félagsmennirnir tæplega 11 þúsund og slagkraftur þess því mikill. Félagið yrði auk þess mjög sterkt fjárhagslega með 67 orlofshús og íbúðir og með gríðarlega öflugan vinnudeilusjóð.Styrk leiðsögn um næstu skref Atkvæðagreiðslan um sameininguna er rafræn og við hvetjum félagsmenn beggja félaga til að kynna sér málið og taka afstöðu. Um leið leggjum við áherslu á að þegar kemur að atkvæðagreiðslunni sjálfri, vegur okkar skoðun jafn þungt og annarra félagsmanna. Það skiptir afar miklu máli að þátttakan verði góð og að afgerandi niðurstaða fáist. Þannig fær forysta félaganna styrka leiðsögn um næstu skref.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun