Guðlast í Pakistan: Eiginmaður Bibi biður vestræna leiðtoga um hjálp Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 11:23 Mótmælendur brenna mynd af Asia Bibi. AP/Pervez Masih Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana. Asía Kanada Pakistan Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Eiginmaður kristinnar konu í Pakistan, sem sýknuð var um guðlast á dögunum, hefur beðið yfirvöld Bretlands, Bandaríkjanna eða Kanada að veita fjölskyldu sinni hæli. Hann segir líf þeirra í hættu í Pakistan í kjölfar þess að Hæstiréttur ríkisins felldi niður dauðadóm yfir Asia Bibi, sem sakfelld hafði verið fyrir guðlast. Sýknun hennar á miðvikudaginn, sem byggði á því að hún hefði verið sakfelld með takmörkuðum sönnunargögnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla í Pakistan. Yfirvöld ríkisins hafa gert samkomulag við harðlínumenn og mótmælendur. Ríkið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að Bibi og fjölskylda hennar komist úr landi og í staðinn var mótmælum hætt. Þar að auki ætla harðlínumenn að reyna að fá úrskurði Hæstaréttar snúið við. Bibi hefur ekki enn verið sleppt úr haldi en lögmaður hennar, Saif Mulook, flúði frá Pakistan um helgina þar sem hann óttast um líf sitt. Hún var sakfelld fyrir guðlast árið 2010 eftir að hún deildi við nágranna sína.Sjá einnig: Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í PakistanAshiq Masih, eiginmaður Bibi, segir að fjölskylda hennar sé í mikilli hættu. Hann sagði þau vera verulega hrædd eftir að yfirvöld Pakistan gerðu samkomulag við ofstækismennina og þau þurfi reglulega að skipta um samverustað en þau eru nú í felum.„Þetta samkomulag hræðir mig. Það er rangt að setja þetta fordæmi þar sem það heppnast að beita dómsvaldið svo miklum þrýstingi,“ sagði Masih, samkvæmt BBC.„Eiginkona mín, Asia Bibi, hefur þegar þjáðst mikið. Hún hefur varið tíu árum í fangelsi. Dætur mína vilja sjá hana frjálsa, en nú hefur þetta samkomulag lengt þjáningu hennar.“ Yfirvöld Pakistan segja að öryggi Bibi hafi verið aukið og líf hennar sé ekki í hættu. Fawad Chaudri, upplýsingaráðherra, sagði samkomulaginu hafa verið ætlað að koma í veg fyrir átök í ríkinu.Sjá einnig: Íslamistar hóta „hræðilegum afleiðingum“ ef kristin kona verður náðuðEftir áðurnefndar deilur Bibi við nágranna sína, héldu tvær konur því fram að hún hefði móðgað Múhameð og ætti taka upp Íslamstrú. Æstur múgur réðst inn á heimili þeirra hjóna og varð Bibi fyrir ofbeldi. Múgurinn segir hana þá hafa viðurkennt guðlast. Hún var svo handtekin í kjölfarið og dæmd til dauða. Hæstiréttur Pakistan sagði rannsókn lögreglunnar þó hafa byggt á trúverðugum sönnunargögnum og að Bibi hefði játað guðlast fyrir framan hóp fólks sem hótaði að myrða hana.
Asía Kanada Pakistan Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira