Þagnarskyldan Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er grunneining íslensks samfélags og því ekki óeðlilegt að stofnanir heilbrigðiskerfisins, ástand þeirra og mönnun séu sífellt í huga fólks. Og réttilega ætti það að vera þannig, enda er heilbrigðiskerfið ekki aðeins mótandi afl í lífi okkar heldur er það eign okkar allra. Í leiðara sínum í Læknablaðinu ritaði Magnús Haraldsson, geðlæknir við Landspítala, um mikilvægi þess að fjölmiðlar viðhafi trausta og ábyrga umfjöllum um málefni heilbrigðiskerfisins. Í pistli sínum segir Magnús það miður að fjölmiðlaumræða um heilbrigðismál sé oft á afar neikvæðum nótum og orð eins og „úrræðaleysi, niðurskurður, mannekla og fjársvelti“ séu algeng. Í þessari upptalningu Magnúsar er ekki að finna hugmyndir fjölmiðla um stöðu heilbrigðiskerfisins, heldur upplifun og skoðanir þeirra sem innan þess starfa og fjölmiðlar greina eðlilega frá, enda á almenningur, sem eigandi heilbrigðiskerfisins og skjólstæðingur þess, rétt á að vita hvernig rekstur þess gengur. Fjölmiðlaumfjöllun um rekstrarvanda Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana á ekki upptök sín á ritstjórnum landsins heldur í skoðunum og fullyrðingum lækna, hjúkrunarfræðinga og stjórnenda. Þessir einstaklingar skilja þá staðreynd að almenningur á skilið sannleikann, þó svo að hann geti verið erfiður. Annað sem Magnús vekur athygli á er sú greiða leið sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins eiga í fjölmiðla. Oft á tíðum hefst fjölmiðlaumfjöllun á því að einstaklingur lýsir reynslu sinni af heilbrigðisstofnunum eða læknum á samfélagsmiðlum sem fjölmiðlar greina síðar frá. Slíkt getur vafalaust reynst viðkomandi læknum erfitt, enda eru þeir bundnir trúnaði um skjólstæðinga sína, trúnaði sem fellur undir 2.500 ára gamlan samviskueið sem mótar starfsumhverfi þeirra enn í dag. Heilbrigðiskerfi verður ekki rekið án þessara gilda. Sú togstreita sem myndast milli trúnaðar og opinberrar umræðu um störf lækna er þannig ævaforn og margslungin. Magnús telur síður fjölmiðla ekki réttan vettvang til að ræða mál sem þessi. Hann telur að ritstjórar ættu að setjast niður með stjórnendum heilbrigðiskerfisins til að ræða það hvernig koma megi í veg fyrir að lýsingar „settar fram í reiði og geðshræringu séu gerðar að fréttaefni“. Fréttamál sem þessi eru aldrei einföld, en það að freista þess að stöðva umfjöllun eða þegja þunnu hljóði þegar blaðamaður óskar eftir upplýsingum, er móðgun við almenning. Slíkt hefur fyrirkomulagið oft á tíðum verið á Landspítala, svo dæmi sé tekið. Allir hafa skilning á að trúnaður milli læknis og sjúklings er nauðsynlegur, en þar með er ekki sagt að heilbrigðisstofnanir verði að halda sig til hlés. Þær geta tekið þátt í umræðunni án þess að virða trúnað að vettugi og hjálpað almenningi að fá rétta mynd af stöðu mála. Slíkt tíðkast víða, enda virðast flestir átta sig á að heilbrigt samband almennings, fjölmiðla og heilbrigðiskerfisins er öllum til farsældar.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun