Vilja undanþiggja afurðarstöðvar frá samkeppnislögum Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2018 14:59 Halla Signý Kristjánsdóttir, sem er hér á mynd, og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram Fréttablaðið/Ernir Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir. Alþingi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Tvær þingkonur Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að undanþiggja afurðarstöðvar í kjötiðnaði frá samkeppnislögum til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan. Fyrsti flutningsmaður segir nauðsynlegt að styrkja stöðu afurðarstöðva og bæta hag sauðfjárbænda. Halla Signý Kristjánsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir þingmenn Framsóknarflokksins leggja frumvarpið fram sem samkvæmt því yrði afurðastöðvum í kjötiðnaði heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Hall Signý setur frumvarpið í samhengi við þær samningaviðræður sem staðið hafi yfir milli stjórnvalda og sauðfjárbænda um vanda þeirra. „Staðan hjá sauðfjárbændum hefur verið mjög slæm og þeir hafa fengið mjög lágt verð fyrir sínar afurðir í gegnum afurðarstöðvar. Þá hefur þetta verið ein af tillögunum í umræðunni, að það þyrfti að laga aðstæður afurðastöðvanna til að þær geti byggt sig upp og komið til móts við bændur,” segir Halla Signý. Leggja skuli upplýsingar um slíka samninga og samstarf fyrir landbúnaðarráðherra til upplýsingar. Með þessu væri verið að fara í sama fyrirkomulag og nú sé í mjólkuriðnaðinum. „Þeim sé heimilt að sameinast og gera með sér samkomulag um verkaskiptingu. Hafa ýmis konar samstarf til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu. Síðan varðandi markaðsdreifingu erlendis og svo framvegis,” segir Halla Signý. Tilgangurinn sé að veita innlendum kjötiðnaði tækifæri til að hagræða og til að bregðast við ört vaxandi samkeppni að utan, það er að segja auknum heimildum til innflutnings á kjöti. En nýlega kvað Hæstiréttur upp dóm um að ekki væri heimilt samkvæmt EES samningnum að banna innflutning á fersku kjöti, eða kjöti sem ekki hafi verið fryst. Í greinargerð með frumvarpinu segir að innlendar afurðastöðvar í kjötiðnaði séu örsmáar í alþjóðlegum samanburði og því ekki samkeppnishæfar við afurðastöðvar á erlendum mörkuðum sem séu mun stærri og hagkvæmari rekstrareiningar. Innlendur kjötiðnaður sé engu síður í vaxandi samkeppni við afurðir frá erlendum mörkuðum. Afurðarstöðvar í kjötiðnaði geti mjög takmarkað sameinast þar sem það væri í andstöðu við ákvæði samkeppnislaga. Það skili sér í of háum rekstrarkostnaði, háu verði til neytenda og lágu afurðaverði til bænda. „Þarna er bara verið að leggja áherslu á að þeir geti unnið saman. Við erum líka þetta lítill markaður og þróun síðustu missera sýnir að innflutningur er að aukast mjög mikið. Innlendir aðilar standa kannski höllum fæti gagnvart því,” segir Halla Signý Kristjánsdóttir.
Alþingi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira