Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 08:38 Repúblikaninn Marsha Blackburn er fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar fyrir hönd Tennessee. Vísir/AP Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40