Björn Bragi biðst afsökunar á því að hafa káfað á sautján ára stúlku Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 07:15 Björn Bragi hefur verið spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, frá árinu 2013. Fréttablaðið/Stefán Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér. MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson segir hegðun sína, þar sem hann káfaði á sautján ára unglingsstúlku um helgina vera óásættanlega. Myndband af atvikinu, sjö sekúndna langt, var í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær en atvikið átti sér stað á veitingastað á Akureyri aðfaranótt sunnudagsins. „Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun,“ skrifaði Björn á Facebook í nótt. Myndbandið umrædda er sjö sekúndna langt. Það er tekið af stúlkunni en er nokkuð óskýrt. Þar virðist Björn Bragi snerta stúlkuna á kynferðislegan hátt. Myndbandið vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum seint í gærkvöldi auk þess sem mikil umræða spannst um það í stórum hópum á Facebook.Björn Bragi og félagar í Mið-Íslandi skemmtu íslenska landsliðinu í Rússlandi í sumar.Vísir/VilhelmSegist hafa gengið of langt Björn Bragi segist hafa sett sig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar í gærkvöldi og hann hafi beðið hana afsökunar. „Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.“ Björn segist enn fremur hafa átt gott samtal við móður stúlkunnar. „Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.“Björn Bragi ArnarssonFréttablaðið/Arnþór BirkissonEinn af meðlimum Mið-Ísland Björn Bragi er 34 ára og hefur undanfarin ár verið spyrill í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur sem útvarpað er og sýnd í sjónvarpi hjá RÚV. Segja má að hann hafi skotist fram á stjörnuhimininn í menntaskóla. Þá var hann í sigurliði Verzló í bæði Gettu betur og mælsku- og rökfræðikeppninni Morfís. Þá hefur hann verið hluti af grínhópnum Mið-Ísland. Áður ritstýrði hann meðal annars Monitor, fylgiblaði Morgunblaðisns, og sá um sjónvarpsþættina Týnda kynslóðin á Stöð 2.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:10.Færslu Björns Braga má sjá í heild hér að neðan.Seint aðfaranótt sunnudags hitti ég stúlku sem ég þekkti ekki. Við áttum stutt samskipti og ég snerti hana á ósæmilegan hátt. Af þessu var tekið myndband sem er nú í dreifingu.Þessi hegðun mín var algjörlega óásættanleg og ég er miður mín yfir því að hafa hagað mér með þessum hætti. Það að ég hafi verið undir áhrifum áfengis er engin afsökun.Ég setti mig í samband við stúlkuna og fjölskyldu hennar fyrr í kvöld. Ég bað hana einlægrar afsökunar á framkomu minni. Ég gekk of langt og tek fulla ábyrgð á þessu atviki.Ég átti gott samtal við móður stúlkunnar. Hún sagði mér að fjölmiðlar hefðu reynt að ná sambandi við bæði sig og stúlkuna. Hún vildi koma á framfæri ósk um að þau yrðu látin í friði. Það vil ég líka gera. Ég ber alla ábyrgð hér.
MeToo Tengdar fréttir Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15 Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56 Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07 Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Martraðarbað Björns Braga Grínistinn Björn Bragi Arnarson er meðlimur í grínhópnum Mið-Ísland og þykir drengurinn nokkuð fyndinn. 16. febrúar 2017 12:15
Björn Bragi fangar íslenska veðráttu Björn Bragi Arnarsson hefur birt stórskemmtilegt myndband þar sem hann fer yfir það hvernig Íslendingar bregðast við þegar loksins kemur gott veður. 28. mars 2017 22:56
Björn Bragi stingur undan vinunum í stjörnubrúðkaupi Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Björn Bragi Arnarsson var viðstaddur brúðkaup stjörnuhjónanna Sögu Garðarsdóttur og Snorra Helgasonar nú um helgina. Eins og Vísir hefur áður greint frá var þar margt um manninn og vart þverfótað fyrir íslenskum frægðarmennum. 19. ágúst 2018 20:07
Anna Svava og Gylfi gengu í það heilaga og Björn Bragi stal aftur senunni Leikkonan Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson, gengur í það heilaga á laugardagskvöldið. 27. ágúst 2018 10:30