Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 17:43 Bulger var sakfelldur fyrir morð í Massachusetts, Flórída og Oklahoma. Vísir/EPA Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans. Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans.
Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20
„Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02