Til skoðunar að setja þak á leiguverð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2018 11:30 Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía. Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir til skoðunar að setja þak á leiguverð en staða leigjenda sé algjörlega óboðleg. Von er á tillögum til að styrkja stöðu leigumarkaðarins í byrjun næsta árs. Formaður Samtaka leigjenda telur stöðuna aldrei hafa verið verri. Um fimmtíu þúsund fullorðnir eru á leigumarkaði hér á landi en rúmlega tuttugu prósent þeirra telja líkur á að missa húsnæði sitt. Þá telur ríflega fjórðungur tekjulágra sig búa við of þunga byrði húsnæðiskostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og könnun Íbúðarlánasjóðs. Á Húsnæðisþingi sem haldið var á Hilton sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra von á tillögum til að styrkja stöðu þeirra sem eru á leigumarkaði í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. „Ég á von á því að það komi niðurstaða í þetta mál í byrjun nýs árs og í framhaldinu sé hægt að koma því til framkvæmda,“ segir hann. Aðspurður segir hann til skoðunar að setja þak á leiguverð. „Það er allt til skoðunar í þessu samhengi en staða leigutaka er algjörlega óboðleg hér á landi,“ segir hann. Margrét Kristín Blöndal formaður samtaka leigjenda tekur undir þessa lausn. „Staða leigjenda hefur aldrei verið verri. Það vantar löggjöf um málefni þeirra og þak eða gólf varðandi leiguverðið en gróðrarhyggjan er alveg gegndarlaus hér á landi,“ segir hún. Ásmundur Einar félagsmálaráðherra segir að verið sé að vinna að tillögum til að styrkja stöðu fyrstu kaupenda og aðgerðir til að bregðast við húsnæðisvanda á landsbyggðinni. Þá eigi að kalla til sveitarfélög á stórhöfuðborgarsvæðinu til að auka lóðaframboð. Þörf sé á mikilli uppbyggingu á næstu árum. Ólafía Hrönn Jónsdóttir var ein af þeim sem steig í pontu á Húsnæðisþinginu en hún kynnti sig sem manneskju sem væri ekki sama um húsnæðisvandann. „Þið verðið ágætu stjórnvöld að fara að grípa í taumanna og gera eitthvað fyrir fólkið í landinu svo það eigi eitthvað líf,“ segir Ólafía.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36 Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43 „Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53 Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fimmtungur leigjenda óttast að missa húsnæði sitt Um fimmtungur leigjenda á Íslandi telur frekar eða mjög líklegt að þeir missi húsnæðið sitt. Þeir sem leigja af einstaklingi á almennum markaði telja líklegra en aðrir að þeir missi húsnæðið sitt. 30. október 2018 08:36
Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Sagði son sinn ekki hafa mátt greiða 70 þúsund í afborgun af íbúðaláni en frjálst að leigja fyrir þrefalt hærri upphæð. 30. október 2018 13:43
„Það er gott að búa á landsbyggðinni en til þess þurfum við þak yfir höfuðið“ Steinunn Steinþórsdóttir, ung kona sem uppalin er á höfuðborgarsvæðinu en er nú búsett á Egilsstöðum, kallaði eftir aðgerðum í húsnæðismálum ungs fólks á landsbyggðinni í erindi sínu á Húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 14:53
Leiga einstæðrar móður frá Suður-Afríku hækkaði um 70 þúsund á rúmu ári Johanna E. Van Schalkwyk fjallaði um stöðu innflytjenda á húsnæðismarkaði í erindi sínu Welcome to Iceland á húsnæðisþingi í dag. 30. október 2018 16:30