Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 20:34 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. VÍSIR/VILHELM Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar. Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar stofnunin miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um félagsleg vandamál einstaklinga til Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á vormánuðum þessa árs. Ákvörðunin var tekin í málinu á fundi Persónuverndar 15. október en um frumkvæðisathugun er að ræða. Athugunin lýtur að því hvort Barnaverndarstofa hafi með afhendingu umræddra gagna miðlað persónuupplýsingum eins og þær eru skilgreindar í þágildandi lögum nr. 77/2000 því öll atvik málsins gerðust i gildistíð eldri laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Fjallað var um málið í Stundinni 3. maí á þessu ári, degi eftir að fjölmiðillinn fékk gögnin. Þar kemur fram að Barnaverndarstofa hafi afhent RÚV og Stundinni hundruð blaðsíðna af gögnum, meðal annars um einstök barnaverndarmál og umgengnisdeilur foreldra. Þess ber þó að geta að gögnin voru með þeim hætti að búið var að afmá nöfn og önnur persónugreinanleg atriði.Lögfræðingur Barnaverndarstofu gaumgæfði gögnin Barnaverndarstofa svaraði spurningum Persónuverndar með bréfi, dagsettu 7. júní 2018 þar sem stofnunin gerir grein fyrir aðdraganda ákvörðunar um að afhenda gögnin. Barnaverndarstofu barst upplýsingabeiðnir frá þremur fjölmiðlum í kjölfar fréttaumfjöllunar um umkvartanir barnaverndarnefnda til velferðarráðuneytisins vegna samskipta við Barnaverndarstofu og þáverandi forstjóra hennar. Í svarbréfinu kemur fram að Barnaverndarstofa hafi við yfirverð gagnanna haft meginreglu 5. gr. upplýsingalaga til hliðsjónar. Lögfræðingur hafi farið yfir gögnin og tryggt að ekki kæmu fram persónuauðkenni aðila þeirra mála sem til umfjöllunar eru.Barnaverndarstofa afhendi gögnin á vormánuðum þessa árs.Vísir/PjeturHægt að fletta upp á hlutaðeigandi með upplýsingunum Að mati Persónuverndar geta upplýsingar talist til persónuupplýsinga fyrir lögunum ef unnt er að nota þær ásamt upplýsingum sem finnast með leit á Internetinu til að bera kennsl á þá sem eiga í hlut í gögnunum. „Einnig verða upplýsingar að teljast persónugreinanlegar ef þeir sem þekkja til hlutaðeigandi geta borið kennsl á hann á grundvelli upplýsinganna, þótt það sé eftir atvikum ekki á allra færi,“ segir í niðurstöðunni. Ýmsar upplýsingar í gögnunum eru til þess fallnar að unnt er að persónugreina viðkomandi börn og fjölskyldumeðlimi þeirra. Yfirstrikanirnar þóttu ekki fullnægjandi Þá kemur jafnframt fram í mati Persónuverndar að yfirstrikanir í gögnunum hafi ekki verið fullnægjandi enda hafi í mörgum tilvikum verið hægt að lesa það sem stóð og krotað var yfir. Þá segir Persónuvernd að samræmi hafi ekki verið í yfirstrikunum. „Þrátt fyrir að fallast megi á þau sjónarmið Barnaverndarstofu að upplýsingar um meðferð barnaverndarmála eigi erindi til almennings þá víkja þau sjónarmið, samkvæmt framangreindu, ekki til hliðar rétti þeirra einstaklinga, sem upplýsingarnar varða, til verndar samkvæmt lögum nr. 77/2000“. Barnaverndarstofa gæti fyllstu varfærni framvegis Persónuvernd beinir þeim fyrirmælum til Barnaverndarstofu að stofnunin hugi að því framvegis að fyllstu varfærni sé gætt við vinnslu persónuupplýsinga þegar gögn eru afhent á grundvelli upplýsingalaga og að tryggt verði að í þeim gögnum verði ekki hægt að auðkenna einstaklinga með lestri umfjöllunarinnar.
Félagsmál Persónuvernd Tengdar fréttir Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Frumkvæðisathugun Persónuverndar er hafin á því hvernig staðið var að afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla um viðkvæm málefni. Lekinn er litinn alvarlegum augum. 5. maí 2018 07:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?