Jöklanna tindar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun