Framsýn og ábyrg fjármálastjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna er ráðstöfun almannafjár. Á hinu pólitíska sviði er að sjálfsögðu tekist á um hvernig skipta skuli kökunni, hvað sé nauðsynlegt að fjármagna og hvað ekki. Öll ættum við þó að geta verið sammála um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil. Í samstarfssáttmála meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er skýrt kveðið á um ábyrgan og sjálfbæran rekstur borgarinnar. Skuldir skulu greiddar niður og tryggja svigrúm til fjárfestinga. Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú þegar unnið er að áætlanagerð til næstu fimm ára. Sú vinna byggir á vandaðri sviðsmyndagreiningu sem unnin er af borgarstjórn í heild, þvert á flokka, auk lykilstarfsfólks borgarinnar. Eftir nokkur ár af hagvexti og uppgangi í samfélaginu getur reynst snúið að spá fyrir um þróun næstu ára. Í þeim aðstæðum er sem aldrei fyrr gríðarlega mikilvægt að vera búin undir ólíkar sviðsmyndir sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi – og það erum við. Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum. Við höfum sett okkur það markmið að endurskoða stjórnsýsluna og gera nauðsynlegar breytingar, með sérstaka áherslu á fjármálastjórn í sinni víðustu mynd, þar með talin innkaup, eftirlit og áhættustýringu. Eftir góða undirbúningsvinnu mun liggja fyrir tillaga þess efnis á vettvangi borgarráðs í þessari viku. Grunnstef pólitískrar umræðu vill því miður oft vera það að ala á vantrausti í garð þeirra sem halda um stjórntaumana. Þó skynsamleg og málefnaleg gagnrýni veiti stjórnvöldum mikilvægt aðhald gerir óþarfa úlfúð engum gagn, allra síst almenningi. Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægustu viðfangsefnum stjórnmálanna er ráðstöfun almannafjár. Á hinu pólitíska sviði er að sjálfsögðu tekist á um hvernig skipta skuli kökunni, hvað sé nauðsynlegt að fjármagna og hvað ekki. Öll ættum við þó að geta verið sammála um að fjármunum almennings skuli ráðstafað af ráðdeild og hagkvæmni. Til þess er okkur stjórnmálafólkinu treyst og ábyrgð okkar er því sannarlega mikil. Í samstarfssáttmála meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er skýrt kveðið á um ábyrgan og sjálfbæran rekstur borgarinnar. Skuldir skulu greiddar niður og tryggja svigrúm til fjárfestinga. Það er okkur mikið kappsmál að tryggja fyrirmyndar fjármálastjórn og teljum við það sjást skýrt nú þegar unnið er að áætlanagerð til næstu fimm ára. Sú vinna byggir á vandaðri sviðsmyndagreiningu sem unnin er af borgarstjórn í heild, þvert á flokka, auk lykilstarfsfólks borgarinnar. Eftir nokkur ár af hagvexti og uppgangi í samfélaginu getur reynst snúið að spá fyrir um þróun næstu ára. Í þeim aðstæðum er sem aldrei fyrr gríðarlega mikilvægt að vera búin undir ólíkar sviðsmyndir sem upp geta komið í íslensku efnahagslífi – og það erum við. Okkur í meirihlutanum er umhugað um góða, ábyrga og gegnsæja stjórnsýslu þar sem aðgengi að upplýsingum er gott og ákvarðanataka byggir á gögnum. Við höfum sett okkur það markmið að endurskoða stjórnsýsluna og gera nauðsynlegar breytingar, með sérstaka áherslu á fjármálastjórn í sinni víðustu mynd, þar með talin innkaup, eftirlit og áhættustýringu. Eftir góða undirbúningsvinnu mun liggja fyrir tillaga þess efnis á vettvangi borgarráðs í þessari viku. Grunnstef pólitískrar umræðu vill því miður oft vera það að ala á vantrausti í garð þeirra sem halda um stjórntaumana. Þó skynsamleg og málefnaleg gagnrýni veiti stjórnvöldum mikilvægt aðhald gerir óþarfa úlfúð engum gagn, allra síst almenningi. Á meðan meirihlutinn í borgarstjórn leggur áherslu á ábyrga fjármálastjórn, vandaðar áætlanir og breytta stjórnsýslu er ljóst að gagnrýni á því sviði er einfaldlega skot í myrkri.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun