Um 100 birkiplöntur skemmdar í Þjórsárdal eftir hermennina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2018 19:45 Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Um eitt hundrað birkiplöntur eru skemmdar eða ónýtar eftir traðk hermanna í Þjórsárdal um helgina á æfingu sem haldin var á föstudag og laugardag þar sem á milli þrjú hundruð og fjögur hundruð hermenn æfðu sig báða daga við að takast á við verkefni við misjafnar veðuraðstæður. Á svæðinu hafa sjálfboðaliðar plantað þúsundum birkitrjáa síðustu ár á vegum Hekluskóga. Framkvæmdastjóri Hekluskóga og skógfræðingar frá Skógræktinni fóru um svæðið í dag til að meta skemmdirnar. „Það er eitthvað af brotnum trjám sem er eðlilegt þegar það kemur stór hópur af fólki og gengur yfir svæðið en þetta eru örfá tré þannig að þetta er ekki mikið tjón“, segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri hjá Skógræktinni og bætir því við að tjónið sé miklu minna miðað við þær lýsingar sem hann og hans fólk hafði fengið. Hreinn segir að strax sé komin upp hugmynd um að fá utanríkisráðherra og starfsfólk ráðuneytisins til að koma í Þjórsárdal næsta vor og planta eitt hundrað plöntum í stað þeirra sem hermennirnir skemmdu. „Ég býst við að það verði góðar undirtektir við því og ég efast ekki um að Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra reyni að mæta“, segir Hreinn.En gáfu Hekluskógar leyfi fyrir æfingunni á skógræktarsvæðinu um helgina? „Það var í rauninni ekki spurt um leyfi heldur var tilkynnt um að það ætti að fara í heræfingu og miðað við lýsingarnir hvernig átti að standa að þessu þá höfðu menn engar áhyggjur að fólkið færi út fyrir veg, en það var sem sagt slegið upp tjaldbúðum og virðast ekki vera miklar skemmdir af því“, bætir Hreinn við. Fulltrúi frá Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytinu mætti líka í Þjórsárdal í dag til að kanna með skemmdir á plöntunum. „Nú ætlum við að ræða betur við skógræktina og sjá hvort það hafi verið eitthvað tjón og ef það er þá bætum við það upp í samstarfi við Bandaríkin“, segir Snorri Matthíasson.Hreinn tekur ljósmynd af skemmdum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira