Heimsmarkmið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2018 07:00 Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun