Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2018 07:00 Lóðir aftan við einbýlishús á Einimel 22, 24 og 26 hafa verið teygðar í leyfisleysi út á túnið aftan við Vesturbæjarlaug og girtar af. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12