Áfallahjálp eftir ógleði og grát í flugi Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2018 11:16 Fjórir farþegar þáðu áfallahjálp við komuna til Íslands. Vísir/Vilhelm Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Mikil ókyrrð var í flugi Icelandair frá Billund til Keflavíkur síðdegis í gær. Svo mikil að farþegar töldu sumir að þeir væru að upplifa sitt síðasta. Fjölmargir nýttu sér ælupoka og heyrðist bæði grátur og öskur þegar ókyrrðin var sem mest. Ókyrrðin stóð yfir í um klukkustund og hófst skömmu eftir flugtak. Farþegi sem Vísir ræddi við og vill ekki koma fram undir nafni segist hafa velt því fyrir sér með ferðafélögum sínum hvort þetta yrði hans síðasta stund. Áfallateymi var í Keflavík þegar vélinni var lent þar. Útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum að vélin hefði ekki náð í nógu mikla hæð til að komast upp fyrir vonda veðrið. Annar farþegi, sem glímir við mikla flughræðslu og tekur róandi lyf fyrir flug, segir flugstjóranum og áhöfn að þakka að fólk hafi ekki farið verr út úr ferðalaginu en raun bar. Flugstjórinn hafi verið yndislegur, róað fólkið niður með því að árétta ítrekað að þótt flugið virkaði ógnvekjandi þá hefðu þeir fulla stjórn á vélinni. Eftir rúma klukkustund náði flugvélin réttri hæð og ókyrrðin minnkaði. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfestir í samtali við Vísi að mikil ókyrrð hafi verið á leiðinni til Íslands. „Það skapar auðvitað vanlíðan og ótta,“ segir Guðjón. Áfallateymi var tilbúið í Keflavík þegar vélin lenti þar um klukkan 15:50. Óskað var eftir aðstoð fyrir fjóra farþega sem voru í áfalli eftir flugið.Uppfært klukkan 14:27 með myndbandinu að neðan og upplýsingum frá öðrum farþega vélarinnar.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira