Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 21:11 Rannsakendur að störfum í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna. Morðið á Khashoggi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna.
Morðið á Khashoggi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira