Færri krabbamein með minni áfengisneyslu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. október 2018 07:00 Rannsóknir sýna skýr tengsl á milli nokkurra tegunda krabbameins og áfengisneyslu. Nordicphotos/Getty Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira