Færri krabbamein með minni áfengisneyslu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 24. október 2018 07:00 Rannsóknir sýna skýr tengsl á milli nokkurra tegunda krabbameins og áfengisneyslu. Nordicphotos/Getty Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fækka má krabbameinstilfellum á Norðurlöndum um tæplega 83.000 á 30 ára tímabili með því að hætta alfarið áfengisneyslu. Helmingun hóflegrar drykkju áfengis hefði jafnframt í för með sér verulega fækkun tilfella, eða í kringum 21.000, á tímabilinu. „Núverandi áfengisneysla veldur gríðarlegum fjölda krabbameinstilfella,“ segir Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. „Þetta eru tilfelli sem ekki hefðu orðið ef enginn væri að neyta áfengis.“Laufey Laufey Tryggvadóttir, prófessor og faraldsfræðingurLaufey er einn af höfundum nýrrar rannsóknar þar sem fjöldi krabbameina til ársins 2045 var kannaður út frá mismunandi sviðsmyndum áfengisneyslu. Rannsóknin verður birt í European Journal of Oncology, fagriti Evrópsku krabbameinssamtakanna, í nóvember. Þó svo að sú sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir engri neyslu áfengis sé áberandi jákvæðust þegar kemur að fækkun krabbameinstilfella, þá kýs Laufey að einblína á raunhæfari sviðsmyndir þar sem gert er ráð fyrir minni og hóflegri drykkju. „Það er óraunsætt markmið að hætta alfarið áfengisneyslu, en um leið er það ágætt að vera meðvituð um að áfengi veldur krabbameinum,“ segir Laufey. Meðhöfundar Laufeyjar eru vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, Tampere-háskóla í Finnlandi, Háskólann í Tromsø og dönsku krabbameinssamtökin. Hópurinn horfði til sex mismunandi tegunda krabbameina í rannsókn sinni sem öll eru tengd áfengisneyslu og lýðfræðilegra rannsókna á drykkjumenningu landanna fimm. Tímabilið sem um ræðir er frá árinu 2016 til 2045. Sviðsmyndirnar taka meðal annars til þess að neysla áfengis verði engin, að hún helmingist hjá þeim sem nú þegar drekka 1 til 4 glös á dag og að enn meiri drykkja verði engin. Engin áfengisneysla myndi leiða til fækkunar sem nemur tæplega 83.000 krabbameinstilfellum, 50 prósenta fækkun þeirra sem drekka 1 til 4 glös mun leiða til rúmlega 21.500 færri krabbameina og engin óhóflega drykkja mun fækka tilfellum um rúmlega 12.000. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar myndi útrýming áfengisneyslu fækka tilfellum krabbameins á Íslandi á tímabilinu um 452 en það að draga úr neyslu þeirra sem drekka 1 til 4 glös á dag mun fækka þeim um 55. „Það er alveg klárt að ef áfengisneysla eykst þá munu fleiri fá krabbamein,“ segir Laufey, aðspurð um hvernig beri að túlka niðurstöðurnar. „Að mínu viti eru þetta gagnlegar upplýsingar, sérstaklega núna þegar aðgengi að áfengi er í umræðunni. Stjórnvöld verða að horfast í augu við þetta. Aukið aðgengi eykur neyslu . Það á ekki að auka hana, heldur frekar að reyna að hafa hemil á henni.“ Í niðurlagi rannsóknarinnar benda höfundarnir á að nýta megi niðurstöðurnar til að efla frekar forvarnir. „Þetta er einkar mikilvægt,“ segja þeir. „Þá sérstaklega í ljósi þess að tengsl áfengisneyslu og krabbameins eru ekki vel þekkt meðal almennings. Til dæmis kannast 70 prósent Bandaríkjamanna ekki við þessi tengsl og aðeins 20 prósent Dana nefna krabbamein aðspurðir um sjúkdóma sem tengjast neyslu áfengis.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira