Ísland fyrir EFTA-dómstólinn vegna gerða um umhverfismat og neytendamál Atli Ísleifsson skrifar 24. október 2018 10:02 Alþingishúsið. Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. vísir/vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka. Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn þar sem íslensk stjórnvöld hafa enn ekki innleitt EES-tilskipanir og reglugerðir innan settra tímamarka. Gerðirnar sem um ræðir varða valkvæða ferla á úrlausnum á deilum í neytendamálum annars vegar og ferla í umhverfismati hins vegar. Í tilkynningu frá ESA er haft eftir Högna S. Kristjánssyni, stjórnarmanni í ESA, að gerðirnar er varða neytendavernd séu mikilvægur hluti af EES-samningnum og að Ísland ætti ekki að draga innleiðingu á málum sem varða neytendur. „Þessar breytingar bjóða upp á aukin tækifæri fyrir neytendur til þess að tryggja að réttur þeirra sé virtur.“Úrlausn mála án þess að fara með þau fyrir dómstóla Tilskipun 2013/11/EES er ætlað að bæta aðgengi neytenda að úrlausnum í viðskiptadeilum og gefa neytendum kost á því að leysa úr deilumálum án þess að fara með málin fyrir dómstóla. „Í málum þar sem neytandi og söluaðili eiga í deilum, og neytandi óskar eftir endurgreiðslu eða viðgerð á vöru, gera þessi úrræði neytandanum kleift að fá úrlausn sinna mála á einfaldan, hraðan og hagkvæman hátt. Reglugerðir 524/2013 og 2015/1051 snúa að gerð og innleiðingu á rafrænum vettvangi til lausnar á deilumálum á netinu,“ segir í tilkynningu, en um er að ræða sameiginlegt og notendavænt vefviðmót sem er ætlað fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið. Það samræmir aðgengi neytenda að úrlausnum í deilumálum í viðskiptum á innri markaðnum.Ferlar í umhverfismati Tilskipunin 2014/52/EES skilgreinir ferla í umhverfismati og á að tryggja viðeigandi mat á framkvæmdum og öðrum verkefnum, á vegum hins opinbera eða einkaaðila, sem líkleg eru til þess að hafa teljandi áhrif á umhverfið áður en leyfi eru veitt. „Tilskipunin uppfærir og einfaldar núverandi regluverk umhverfismats og gerir stjórnvöldum kleift að bæta umhverfisvernd á Íslandi.“ Tímafrestur til að innleiða reglugerðina rann út í maí 2017 en tilskipunin mælir fyrir um að málsmeðferðarferli sem hafist hefur fyrir þann tíma fari samkvæmt þeim reglum er giltu fram að þeim tíma. ESA og íslensk stjórnvöld hafa rætt málið ítrekað frá því að fresturinn rann út.Lokaskrefið Þegar ESA vísar málum til EFTA-dómstólsins er það lokaskrefið í formlegu samningsbrotamáli. ESA og íslensk stjórnvöld hafa þá rætt málið á ýmsum stigum þar sem Íslandi hefur í málsmeðferðinni verið gefinn kostur á að koma röksemdum sínum á framfæri, auk þess að ljúka málinu með því að innleiða tilskipunina innan gildandi tímamarka.
Alþingi Evrópusambandið Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira